Helstu upplýsingar

3-framboc3b0ic3b0-xe
Listabókstafur: E
Staða: Í meirihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Helstu stefnumál 3. framboðsins eru gegnsæ stjórnsýsla, heiðarleiki og jöfnuður. 3.framboðinu er umhugað um jákvæða uppbyggingu í vaxandi samfélagi þar sem jöfn tækifæri og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. 3. framboðinu er umhugsað um náttúruna og vill halda áfram að styðja og styrkja metnaðarfull verkefni sem tryggja betri umgengni við móðir jörð. Jákvæðni, kraftur, metnaður eru slagorð sem 3. framboðið stendur bakvið.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

3. framboðið miðar allt sitt starf til að ungt fólk í Sveitarfélaginu Hornafirði geti vaxið tryggt úr grasi og notið bestu tækifæra í menntun, íþróttum og tómstundum sem völ er á. Framúrskarandi leik-, grunn og framhaldsskólar ásamt öflugu íþrótta-, tómstundar- og æskulýðsstarfi eru lykill að því að þetta megi verða. Góður stuðningur sveitarfélagsins er því afar mikilvægur. 3. framboðið vill halda áfram uppbyggingu íbúða, bæði í þéttbýlinu á Höfn sem og í sveitunum þar sem það er mögulegt. Ungt fólk á að kalla til áhrifa, gegnum nefndir og ráð, líkt og gert var á s.l. kjörtímabili með stofnun ungmennaráðs og með því að fá áheyrnafulltrúa í fastanefndir sveitarfélagsins.

Önnur framboð - Hornafjörður