Helstu upplýsingar

N
Listabókstafur: N
Staða: Nýtt framboð

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Nýtt afl er listi framfara og athafna í komandi kosningum.

Við höfum haldið einn óformlegan kynningarfund þar sem við vorum að athuga hvort almennur áhugi væri á nýju afli í Bláskógabyggð. Þar kölluðum við eftir fólki sem vildi koma að vinnu stefnuskrár. Erum við nú að vinna hörðum höndum með það sem fundurinn skilaði okkur.

Helsta stefnumál okkar er að nútímavæða okkar glæsilegu byggð með auknu samráði og upplýsingagjöf til íbúa.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Unga fólkið á að kjósa Nýtt afl því við viljum að öllum í Bláskógabyggð líði vel. Við viljum að við ákveðum saman hvernig við notum peningana okkar þannig að hann verði notaður í eitthvað sýnilegt fyrir alla, að góðar hugmyndir verði sýnilegar á verkefnalista sveitarfélagsins og fái framhaldslíf öllum til góðs.

Ungmennaráð er starfandi í sveitarfélaginu, okkur finnst rétt að fulltrúi úr stjórn nemendafélagsins Mímis sitji í ungmennaráði Bláskógabyggðar óháð lögheimili, því aðsetur hans er í Bláskógabyggð. Einnig á sveitarfélagið að styrkja nemendur framhaldsskólans á svæðinu með fríum aðgangi að sundlaug og þreksal íþróttahúsins á Laugarvatni.

Við viljum auka upplýsingagjöf og samráð við íbúa í sveitarfélaginu jafnt ungt fólk sem aðra þá er dvelja langdvölum í sveitarfélaginu. Að stofnað verði ráðgefandi hverfisráð fyrir þéttbýlin og sveitana þar sem rödd unga fólksins fær að heyrast.

Það á að vera gaman í Bláskógabyggð.

Önnur framboð - Bláskógabyggð