Helstu upplýsingar

xd
Listabókstafur: D
Staða: Í meirihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Höldum áfram góðri fjármálastýringu! Lækkun skulda hefur aukið svigrúm til nýframkvæmda.
Höldum áfram og fylgjum eftir uppbyggingu frístundahúss við golfvöllinn, fimleikahúss við Vesturgötu og uppbyggingu íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum.
Höldum áfram og lyftum andliti bæjarins með fegrun opinna svæða og viðhaldi á götum.
Höldum áfram að bæta þjónustu við bæjarbúa.
Höldum áfram og bætum upplýsingagjöf til íbúa um þjónustu og stefnumál í gegnum ólíka miðla í takt við breytta tíma.
Höldum áfram að byggja upp gott starfsumhverfi fyrir fyrirtæki á Akranesi.
Höldum áfram að vinna að bættum samgöngum svo sem úrbætur á Kjalarnesi, Sundabraut og staðið verði við gjaldfrjáls Hvalfjarðargöng haustið 2018.
Höldum áfram!

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Hlúa að atvinnustarfsemi og stuðla að fjölbreyttari vinnumarkaði sem gerir ungu fólki kleift að finna atvinnu við hæfi á Akranesi.
Byggja upp betri íþróttaaðstöðu á Jaðarsbökkum og á Vesturgötu bæði fyrir afreksfólk og til almennrar íþróttaiðkunar.
Stuðla að jafnrétti kynjanna.
Halda áfram að byggja upp afþreyingu ungs fólks meðal annars með því að efla starfsemi Hvíta hússins.
Virkja ungt fólk til þátttöku í stjórnmálum, auka aðkomu ungs fólks að stjórnsýslunni og ákvarðanatöku í bænum.
Auka samvinnu milli grunnskólanna og framhaldsskólans til að bæta möguleika á námshraða við hæfi. Huga að frekara samstarfi framhaldsskólans og Tónlistarskólans og auka þannig möguleika fólks á fjölbreytni í námi í heimabyggð.
Bæta samfellu í frístundastarfi ungra barna til að minnka álag á barnafjölskyldur.
Tryggja að almenningssamgöngur mæti þörfum notenda jafnt innanbæjar sem utan.
Bæta aðstöðu fyrir unga listamenn til að vinna að sköpun og veita þeim fleiri tækifæri til að koma list sinni á framfæri.

Önnur framboð - Akranes