Helstu upplýsingar

d
Listabókstafur: D
Staða: Í meirihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

-Efla enn frekar góða grunnþjónustu sveitarfélagsins.
-Markaðssetja sveitarfélagið sem vænlegan kost fyrir búsetu og hvers konar atvinnustarfsemi.
-Styðja við öflugt og fjölbreytt atvinnulíf sem fyrir er eins og kostur gefst.
-Mikið hefur verið gert í umhverfismálum og halda þarf áfram á sömu braut, ljúka við útrásir og endurbæta holræsaveitur bæjarfélagsins og gera þarf átak í að bæta ásýnd bæjarkjarnanna.
-Efla menningarlíf.
-Stuðla að frekari tækifærum til heilsueflingar íbúa á öllum aldri.
-Viðhalda sterkri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og halda áfram að greiða niður skuldir.
-Þrýsta á styrkingu raforkuflutnings á Eyjafjarðarsvæðið,
-Að sjókvíaeldi verði að veruleika.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Tryggja húsnæði undir félagsmiðstöð fyrir unglingana okkar og koma á reglubundnum samgöngum milli bæjarkjarnana. Tryggja ungmennaráði fjármagn til að ráðstafa við gerð fjárhagsáætlunar.

Önnur framboð - Fjallabyggð