Helstu upplýsingar

d_merki
Listabókstafur: D
Staða: Í meirihluta í sveitarstjórn

  • Norðurbakki 1
    220 Hafnarfirði

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mótað stefnuskrá fyrir komandi kosningabaráttu í Hafnarfirði.
Sjálfstæðisflokkurinn byggir stefnu sína á mannréttindum, jafnræði, frelsi og ábyrgð einstaklingsins. Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja jöfn tækifæri allra og fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga sem er grundvöllur jafnréttis.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Við viljum auka framboð lóða og lækka gjaldtöku á nýbyggingar.

Við höfum í meirihluta bæjarstjórnar lengt opnunartíma sundlauga Hafnarfjarðar og vonumst til að það falli í kramið hjá bæjarbúum.

Við komum á næturstrætó um helgar í samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó og erum mjög ánægð með hann.

Við höfnum hvers kyns ofbeldi. Við munum leggja aukna áherslu á forvarnir, stuðning við félagasamtök og stofnanir sem að vinna gegn ofbeldi.

Við munum halda áfram að stuðla að betur reknum Hafnarfjarðarbæ og halda áfram að lækka útsvar bæjarins.

Önnur framboð - Hafnarfjörður