Helstu upplýsingar

vidreisn_logo_trans
Listabókstafur: C
Staða: Bauð ekki fram síðast

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Stefnuskrá Viðreisnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er í vinnslu og verða upplýsingar uppfærðar þegar vinnunni lýkur.
Viðreisn er frjálslynt stjórnmálaafl sem leggur áherslu á jafnrétti og jöfn tækifæri allra, frelsi til orðs og athafna sem heftir ekki frelsi annarra.
Markmið Viðreisnar er að berjast fyrir réttlátu samfélagi, fjölskylduvænna samfélagi og virkja almenning til áhrifa. Við viljum virkja lýðræðið og setjum almannahagsmuni ávallt framar sérhagsmunum.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Við viljum:

– Efla lýðræðið – hlustum á unga jafnt sem aldna.

– Auka sjálfstæði skólanna, því þannig sköpum við fjölbreyttara skólaumhverfi þar sem allir geta fundið hæfileikum sínum farveg.

– Sálfræðing í fullt starf í öllum skólum Hafnarfjarðar.

– Við viljum samfellu í vinnudag barna og unglinga með því að fella tómstundir og íþróttir inn í skóladaginn.

– Brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum úrræðum.

– Gera stjórnsýsluna gagnsærri og einfaldari.

– Auka samvinnu milli sveitarfélaganna

– Húsnæðissáttmála milli sveitarfélaga, ríkis, íbúðarlánasjóðs, stéttarfélaga og íbúa til að skipuleggja fjölbreytta byggð þar sem allir geta fundið búsetu við sitt hæfi

– Efla atvinnumál ungmenna

– Auka framboð ódýrari íbúða, m.a. fyrir ungt fólk við fyrstu kaup og auka framboð á lóðum fyrir stúdentaíbúðir

– Endurskoða núverandi fyrirkomulag fæðingarstyrks námsmanna með hliðsjón af neysluviðmiðum hins opinbera

– Stórefla fræðslu og forvarnir vegna hvers kyns ofbeldis.

– Styðja íþróttafélögin í að gera börnum, 10 ára og yngri, kleift að prufa fleiri íþrótt en eina án endurgjalds á meðan þau eru að finna sig í íþróttum.

– Auka vægi ungmennaráðs Hafnarfjarðabæjar.

Önnur framboð - Hafnarfjörður