dogun-logo

Listabókstafur: X-T
Formaður: Pálmey Gísladóttir
Staða: Ekki á þingi
Fjöldi þingmanna: 0
Stutt lýsing: Stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði

Hver eru þrjú helstu stefnumál ykkar fyrir alþingiskosningarnar 2016?

AUKIÐ LÝÐRÆÐI

 • Róttækar lýðræðisbreytingar, ný stjórnarskrá, beint lýðræði og aukið vald til almennings

EFNAHAGS- OG KVÓTAKERFI FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU

 • Við viljum róttækar breytingar á þessum kerfum til að hægt sé að búa öllum hópum samfélagsins velferð og mannréttindi.
 • Við viljum færa hagnað af auðlindum þjóðarinnar, bæði á landi og til sjós aftur til almennings þar sem hann á heima!
 • Við viljum stofna samfélagsbanka sem er viðskiptabanki fyrir fólk sem stundar ekki áhættufjárfestingar með pening fólksins.

ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ FYRIR ALLA

 • Öruggt húsnæði er sjálfsögð mannréttindi
 • Við viljum að allir geti átt þak yfir höfuðið á sanngjörnu verði og að langtímaréttur leigjenda sé tryggður.
 • Við viljum búa í haginn fyrir leigufélög sem hafa ekki það meginmarkmið að græða á fólki
Hver er stefna ykkar í menntamálum?

 

Dögun vill tryggja öllum jafnan rétt til náms og leggur áherslu á að nám verði ekki skuldagildra.

Við erum EKKI hlynnt nýja LÍN frumvarpinu vegna mikilla hækkana á vöxtum fyrir þá hópa sem þurfa mest á lánum að halda. Okkur finnst aftur á móti jákvætt að LÍN veiti nemendum styrki þá teljum við afar neikvætt að vextir hækki á móti.  

Ætlið þið að auðvelda ungu fólki að flytja að heiman?

 

Já, það er eitt af okkar aðalstefnumálum, sjá svar við spurningu 1. Ungt fólk skiptir okkur miklu máli og við viljum tryggja næstu kynslóðum betri framtíð.

 • Að eiga þak yfir höfuðið eru ávallt grundvallar mannréttindi. Þar eiga þættir eins og aldur og efnahagsstaða ekki að skipta neinu máli.
 • Við erum afar óánægð með óöruggan leigumarkað og hátt húsnæðisverð.
 • Við viljum byggja upp óhagnaðardrifin leigufélög eins og eru í Svíþjóð, þar sem þarfir fólks fyrir öruggt húsnæði er í forgangi
Munið þið beita ykkur í að auka aðgengi ungs fólks að geðheilbriðisþjónustu?

 

Heilsa fólks snýr bæði að líkama og sál og þess vegna viljum við:

 • Gera sálfræðiþjónustu hluta af almennri heilbrigðisþjónustu
 • Stytta biðlista eftir greiningum
 • Gera alla heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálsa. Hvernig? Með því að færa arð af auðlindum þjóðarinnar til fólksins og stofna samfélagsbanka. Sjá nánar í svari við sp. 1
Hvað ætlið þið sérstaklega að gera fyrir ungt fólk á Íslandi?

 

 • Við viljum búa í haginn fyrir ungt fólk á Íslandi þannig að þau búi við aukið öryggi á húsnæðismarkaði,
 • Við viljum byggja upp gjaldfrjáls heilbrigðiskerfi og byggja upp námslánakerfi sem styður við nemendur í stað þess að skuldsetja þá til fjölda ára eða áratuga fram í tímann
 • Til þess að ná því takmarki viljum við gera róttækar breytingar á húsnæðismarkaði, heilbrigðiskerfi og fjármálakerfi þar sem mannréttindi eru höfð að leiðarljósi.
Hver er ykkar stefna í umhverfismálum?

 

 • Dögun telur að hinu opinbera beri skylda til að vernda landið og náttúruna fyrir ágangi ferðamana og óafturkræfum skemmdum sem geta orðið vegna virkjana
 • Dögun vill að nýting náttúruauðlinda sé sjálfbær og að orkufyrirtæki séu í eigu almennings en ekki einkaaðila
 • Dögun vill standa við alþjóðlegar skuldbindingar í umhverfis-og loftlagsmálum og hvetur til þess að hver og einn sýni ábyrgð í um hverfismálum.
 • Dögun vill að tekið sé hóflegt gjald af ferðamönnum til að kosta nauðsynlegar mótvægisaðgerðir og bæta þjónustu og aðstöðu víða um land.
 • Dögun vill efla íslenskan landbúnað með því að ýta undir nýliðun og frelsi bænda til athafna
 • Við viljum minnka minnka vægi framleiðslutengdra styrkja og taka upp búsetutengda styrki í staðinn til að veita bændum aukið frelsi til ákveða sjálfir hvað þeir framleiða
 • Dögun vill lækka fjármagnskostnað og afnámi verðtryggingar sem auðveldar nýliðun og kynslóðaskipti á bújörðum.
Hver er stefna ykkar í innflytjenda- og flóttamannamálum?

 

Dögun er fjölmenningarlega sinnaður flokkur

 • Við viljum taka vel á móti fólki í neyð, við leggjum áherslu á mannréttindi fólks óháð þáttum einsog uppruna og trú
 • Við leggjum áherslu á að virða alþjóðlega samninga um móttöku flóttamanna og að þau njóti réttinda samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna.
Hvernig ætlið þið að bæta heilbrigðiskerfið?
 • Við viljum gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og styttri biðlista.
 • Við viljum að þjóðin fái sanngjarnan hlut af auðlindum sínum og stofna samfélagsbanka (sbr. svar við sp. 1) til að geta gert heilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa
Hver er stefna ykkar í utanríkismálum?
 • Við viljum að Ísland sé áfram herlaust og kjarnorkuvopnalaust
 • Við viljum að þjóðin fái að ráða í eins stóru máli og aðild að ESB og leggja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu
 • Við erum á móti því að Ísland verði aðili að stórum alþjóðlegum samningum á borð við TISA sem gagnast fyrst og fremst stórfyrirtækjum.
Hver er stefna ykkar þegar kemur að nýrri stjórnarskrá?

 

 • Við viljum nýja stjórnarskrá og aukið lýðræði fyrir fólk alla daga
 • Við viljum völd til fólksins milli kosninga
 • Við viljum aukið beint lýðræði
 • Við vilijum tryggja að 10% kjósenda geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hvaða mál sem er