//

Horfðu á Hvað í fjandanum á ég að kjósa?

Hvað í fjandanum á ég að kjósa er þáttur fyrir ungt fólk með því markmiði að hvetja til sjálfstæðrar ákvörðunar í Alþingiskosningum 2017. Ingileif Friðriksdóttir fer af stað í vegferð til að finna út hvernig hún ver atkvæði sínu. Ingileif setur skipulega fram hvaða málefni skipta hana máli og hittir fulltrúa stjórnmálaflokkanna til að komast að því hverjir tikka í hennar box.

Ræddu þínar hugmyndir

Kosningasamtal 2017 er samtalsvettvangur fyrir kjósendur og þau framboð sem bjóða nú fram til Alþingiskosninga í haust. Á síðunni gefst öllum framboðum færi á að koma stefnumálum sínum á framfæri og frambjóðendum og kjósendum tækifæri til að koma fram með hugmyndir, forgangsröðun og eiga málefnalega samræðu sín á milli. Samstarfsaðilar Betra Íslands fyrir samtalsvettvanginn Kosningar 2017 eru #ÉgKýs, Kjarninn og RÚV.

Taktu könnun til að finna út hvaða flokkur er mest sammála þér

Kosningavitinn (Help me vote) er gagnvirk vefkönnun sem gefur kjósendum tækifæri til að sjá hvar þeir standa í samanburði við stjórnmálaflokka í hugmyndafræðilegri afstöðu og helstu málefnum kosningabaráttunnar. Kosningavitinn er ekki tæki sem segir kjósendum hvað þeir eiga að kjósa, heldur einföld leið til að taka saman upplýsingar og gera samanburð á meginstefnu flokkanna.  Athugið aðþar sem fjármagn var ekki fyrir hendi til að uppfæra Kosningavitann fyrir kosningarnar haustið 2017, miðast spurningar og svör við framboð og frambjóðendur síðasta árs.