Til að efla lýðræðisvitund ungs fólks og hvetja það til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun í komandi alþingiskosningum eru allir framhaldsskólar hvattir til þess að taka þátt. Sú þátttaka felst í að halda lýðræðisviku 10.-13. október sem endar á skuggakosningum fimmtudaginn 13.október.
Mælst er til þess að nemendur eða félög innan skólans (t.d. málfundar-, nemendafélög eða önnur félög) skipuleggi og framkvæmi skuggakosningarnar með aðstoð kennara. Hér fyrir neðan er að finna  handbók um framkvæmd skuggakosninga, kosningalög og kjörbók. Jafnframt eru allir hvattir til þess að kynna sér Stjórnarskrá Íslands.