//

Hver er afstaða ykkar til lækkunar kosningaaldurs?

 In

Píratar hafa lagt fram frumvörp á Alþingi sem miða að því að lækka kosningaaldurinn í 16 ár, síðast í fyrrahaust. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að Píratar segi í kosningastefnu sinni:

„Við viljum lækka kosningaaldur og færa öllum þeim sem verða 16 ára á árinu kosningarétt í öllum kosningum. Ef fólk borgar skatta á það að geta sagt skoðun sína á því hvernig þeim er varið.“

Samhliða þessu telja Píratar rétt að efla menntakerfið, t.d. með því að veita aukna kennslu um lýðræði og kosningar.