//
Helstu upplýsingar

22688429_1543564715682454_2649055277776490419_n
Listabókstafur: B
Staða: Í minnihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Framsóknarfólk er frjálslynt félagshyggjufólk, víðsýnt og framkvæmdaglatt. Við skilgreinum okkur hvorki til hægri né vinstri heldur leitum lausna og tökum ákvarðanir byggðar á málefnalegum rökstuðningi. Við viljum skapa samfélag þar sem allir hafa aðgang að fjölbreyttum möguleikum til náms, atvinnu og búsetu. Við viljum búa að samfélagi sem er í senn fjölbreytt og sjálfbært.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Við viljum skapa gott samfélag þar sem ungt fólk hefur sterka rödd og hefur áhrif. Við viljum standa vörð um menntun í heimabyggð og er mikilvægt að nemendur eigi kost á fjölbreyttu staðar- og fjarnámi. Við viljum skapa samfélag þar sem búseta, atvinnumöguleikar og lífskjör eru góð og eftirsóknarvert er að setjast að og bygga upp fjölskyldu og framtíð. Í þeirri vinnu sem framundan er njótum við góðs af baklandi í Félagi ungra Framsóknarmanna á Höfn sem eru virkir þátttakerndur í stefnumótun og vinnu framboðsins.

Önnur framboð - Hornafjörður