//
Helstu upplýsingar

unnamed-file.H
Listabókstafur: H (við fáum það staðfest 5 maí nk)
Staða: Nýtt framboð

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Samgöngumál:

 • Eflum almennings samgöngur verulega með minni umhverfisvænum vögnum sem ganga á 5-7 mínútna fresti á helstu götum borgarinnar.
 • Frítt í strætó fyrir alla sem stunda nám á framhalds og háskólastigi.

Húsnæðismál:

 • Við ætlum að vera með einstakt úrræði fyrir þá sem ætla að kaupa sína fyrstu íbúð. Höfuðborgarlistinn mun byggja íbúðir fyrir ungt fólk sem er að hefja sín fyrstu skref í lífinu með því að bjóða íbúðir frá 22 millj. kr. til 30 millj. kr. á verðlagi dagsins í dag. Um væri að ræða 2-4 herbergja íbúðir sem fara inná markað að 5-7 árum liðnum og skilyrði að viðkomandi eigi lögheimili í umræddu húsnæði. Þessi leið gefur ungu fólki tækifæri til að eignast sitt eigið húsnæði.
 • Umrædd fjölbýlishús verða byggð í Úlfarsársdal, Grafarholti, Norðlingaholti og á Kjalarnesi en forsenda fyrir þeirri byggð er betri vegtenging þar sem við ætlum að byggja Sundabraut á kjörtímabilinu í samvinnu við ríkið. Umrædd byggð er í úthverfum Reykjavíkur þar sem lóðarverð er lægra en í miðbænum.

Menntamál:

 • Treysta innviði í menntamálum og hlúa að starfsmönnum og nemendum.

Umhverfismál:

 • Mengunarmál í borginni tekin föstum tökum. Ætlum að tryggja hreint vatn fyrir íbúa og varðveita grænu svæðin í borginni. Svifryksmengun verði ávallt undir viðmiðunarmörkum í borginni.

Fjölskyldustefna:

 • Forgangsröðun systkina í leikskólum og systkinaafsláttur. Fjölskyldukort sem tryggi öllum börnum aðgang að íþróttum, tómstundum og tónlist. Heimgreiðslur fyrir foreldra sem vilja vera heima með börnin til 2 ára aldurs.

Velferðarmál:

 • Bæta aðbúnað eldri borgara. Meðal annars munum við taka á næringu og máltíðum. Bæta aðgengi fatlaðra í borginni. Viljum nýta þekkingu aldraðra, öryrkja og fatlaðra, samfélaginu til hagsbóta, sem valdeflandi þekkingu, án þess að það skerði tekjur þeirra. Valdefla fólk í borginni.

Hvað gerum við fyrir ungt fólk:

 • Auk þess að bjóða uppá frítt í strætó, við viljum efla samstarf við atvinnulífið inni í skólunum og kynna fyrir nemendum það sem er að gerast í atvinnumálum í samfélaginu. Efla tengingar við Íþróttasambandið, menningu, listir, háskólana og fyrirtæki.
 • Efla samband nemenda við atvinnulífið á öllum sviðum, sem eykur möguleika á víðtækari starfsreynslu.
Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Samgöngumál:

 • Eflum almennings samgöngur verulega með minni umhverfisvænum vögnum sem ganga á 5-7 mínútna fresti á helstu götum borgarinnar.
 • Frítt í strætó fyrir alla sem stunda nám á framhalds og háskólastigi.

Húsnæðismál:

 • Við ætlum að vera með einstakt úrræði fyrir þá sem ætla að kaupa sína fyrstu íbúð. Höfuðborgarlistinn mun byggja íbúðir fyrir ungt fólk sem er að hefja sín fyrstu skref í lífinu með því að bjóða íbúðir frá 22 millj. kr. til 30 millj. kr. á verðlagi dagsins í dag. Um væri að ræða 2-4 herbergja íbúðir sem fara inná markað að 5-7 árum liðnum og skilyrði að viðkomandi eigi lögheimili í umræddu húsnæði. Þessi leið gefur ungu fólki tækifæri til að eignast sitt eigið húsnæði.
 • Umrædd fjölbýlishús verða byggð í Úlfarsársdal, Grafarholti, Norðlingaholti og á Kjalarnesi en forsenda fyrir þeirri byggð er betri vegtenging þar sem við ætlum að byggja Sundabraut á kjörtímabilinu í samvinnu við ríkið. Umrædd byggð er í úthverfum Reykjavíkur þar sem lóðarverð er lægra en í miðbænum.

Menntamál:

 • Treysta innviði í menntamálum og hlúa að starfsmönnum og nemendum.

Umhverfismál:

 • Mengunarmál í borginni tekin föstum tökum. Ætlum að tryggja hreint vatn fyrir íbúa og varðveita grænu svæðin í borginni. Svifryksmengun verði ávallt undir viðmiðunarmörkum í borginni.

 

 • Auk þess að bjóða uppá frítt í strætó, við viljum efla samstarf við atvinnulífið inni í skólunum og kynna fyrir nemendum það sem er að gerast í atvinnumálum í samfélaginu. Efla tengingar við Íþróttasambandið, menningu, listir, háskólana og fyrirtæki.
 • Efla samband nemenda við atvinnulífið á öllum sviðum, sem eykur möguleika á víðtækari starfsreynslu.

Önnur framboð - Reykjavík