//
Helstu upplýsingar

logo
Listabókstafur: Í
Staða: Í meirihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Áframhaldandi uppbygging samfélagsins. Stóru verkefnin framundan er uppbygging á Torfnesi með líkamsræktarstöð og fótboltahúsi, auk þess sem byggja á blokk í Sindragötu til að koma til móts við vaxandi húsnæðisskort. Við viljum halda áfram að auka lífsgæði íbúanna. Í-listinn hefur lagt höfuðáherslu á gott mannlíf og góða þjónustu, þannig að fólki þyki reglulega gott að búa í Ísafjarðarbæ – svo gott að öðrum langi jafnvel að flytja hingað líka. Viðhald eigna og umhverfis, fegrun þess og úrbætur á göngustígum og gangstéttum skipta þar máli. Snjómokstur á gangstígum og gangstéttum hefur fengið sérstaka athygli. Úrbætur hafa verið gerðar í velferðarþjónustu og mikil áhersla lögð á að gera þjónustu við fatlaða hagkvæmari þannig að hana megi bæta, þó við séum líklega nú þegar í fremstu röð á landsvísu. Skólarnir okkar eru í fremstu röð og Grunnskólann á Ísafirði hefur vakið aðdáun skólafólks fyrir starfsemi sína. Áhersla hefur verið lögð á að útvega leikskólapláss og hefur aldurinn í mörgum tilfellum færst nokkuð niður fyrir þá 18 mánuði sem skólastefna Ísafjarðarbæjar lofar. Þarna vill Í-listinn gera ennþá betur. Á meðan fæðingarorlof á Íslandi er ekki lengra en raun ber vitni, eða 9 mánuðir, er ekki vanþörf á að gera betur og hljótum við að setja markið á að stytta bilið frá fæðingarorlofi til leikskólavistar eins mikið og kostur er. Nú þegar er fyrirhugað að stækka leikskólann Eyrarskjól á árinu 2019 og þá þarf strax að huga að frekari fjölgun leikskólaplássa í sveitarfélaginu til að taka við yngri börnum og til að bregðast við íbúafjölgun næstu ára.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Byggja upp góða þjónustu og aðstöðu svo ungt fólk sem og aðrir íbúar sveitarfélagsins geti notið sín sem best. Við viljum halda áfram að þróa íbúalýðræði í sveitarfélaginu og auka samvinnu við nýstofnað ungmennaráð. Við viljum búa til eftirsóknarvert samfélag fyrir fólk sem vill búa hérna, fjölbreyttum atvinnutækifærum og húsnæðisframboði. Ungt fólk gerir kröfur um afburðaþjónustu og þess vegna verðum við að styrkja skólanna okkar. Við stefnum á að geta útvegað dagvistunarpláss með því að tengja saman fæðingarorlof og leikskóla. Við viljum halda áfram að uppfæra þjónustu sveitarfélagsins til stafræns nútíma.

Önnur framboð - Ísafjörður