//
Helstu upplýsingar

31489752_171697376865400_5056865599701587628_n
Listabókstafur: K
Staða: Nýtt framboð

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Að breyta íslenskri samfélagsgerð, þannig að ofbeldi gagnvart konum, börnum, fötluðu fólki, hinsegin fólki, innflytjendum, flóttafólki og öðrum jaðarsettum hópum líðist ekki í einni einustu mynd.

Við ætlum að grípa til róttækra aðgerða á öllum sviðum samfélagsins á sama tíma, vegna þess að rætur ofbeldismenningarinnar teygja sig til allra átta og eitra jarðveg alls samfélagsins.

Kvennahreyfingin mun nálgast öll umræðuefni kosningabaráttunnar út frá femínísku sjónarhorni. Í borgarstjórn mun hún standa fyrir umbótum og breytingum í þágu raunverulegs jafnréttis í Reykjavík og gegn ákvörðunum sem kunna að koma illa við konur og/eða jaðarsetta hópa. Öll úrræði og aðgerðir sem gripið verður til í borginni skulu endurspegja ölbreyttan hóp íbúa hennar. Tungumálakunnátta, fötlun, kyn eða kynvitund á aldrei að hindra eða hafa áhrif á aðgengi fólks að því sem borgin hefur upp á að bjóða. Öryggi okkar allra byggist á því að mannréttindi allra borgarbúa séu tryggð og virt.

Í aðgerðaráætlun okkar má sjá að helstu áherslur okkar snúast um örugga borg, stórelfdan jafnréttisskóla, menntun og þjónustu fyrir öll börn, dömubindi og túrtappa á öll opinber klósett, útrýmingu láglaunastarfa og almenna kynjaða rýningu á öllum viðfangsefnum borgarinnar.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Öll okkar stefnumál varða ungt fólk og þau eru að stærstum hluta frá ungu fólki komin. Fólkinu sem hefur af hugrekki og krafti staðið fyrir hverri samfélagsmiðlabyltingunni á fætur annari og krafist breytinga á samfélagsgerðinni. Þau eru ástæðan fyrir því að Kvennahreyfingin er til. Helstu stefnumál kvennahreyfingarinnar eru eftirfarandi:

Örugg Reykjavík
Við ætlum okkur að gera það sem þarf þannig að fólk af öllum kynjum þurfi aldrei að verða fyrir ofbeldi eða óttast um öryggi sitt. Við ætlum að tryggja öryggi á vinnustöðum og heimilum, efla barnavernd og efla og styrkja Bjarkarhlíð til framtíðar.

Stórelfdur Jafnréttisskóli
Ráðnir verða 10-15 sérfræðingar til að tryggja innleiðingu jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum, veita starfsfólki í skóla- og frístundastarfi ráðgjöf og stuðning og hanna fræðsluprógramm fyrir allt starfsfólk borgarinnar til að uppræta kynbundna og kynferðislega áreitni.

Sanngjörn laun
Skilgreinum sanngjarnt bil milli hæstu og lægstu launa hjá Reykjavík og leiðréttum laun kvennastétta. Til þess þarf að greina launamun í samhengi við kynskiptan vinnumarkað. Virði kvennastétta verður aukið og láglaunastefnu útrýmt.

Kynjuð starfs- og fjárhagsáætlunargerð
Til viðbótar við þá vinnu sem þegar er í gangi þarf að rýna alla samninga borgarinnar við þriðja aðila með tilliti til jafnréttissjónarmiða. Þetta á jafnt við um verktaka, íþróttafélög og grasrótarsamtök, þar sem triggð verða ákvæði um uppsögn eða niðurfellingu greiðslna, verði aðilar uppvísir að mismunun.

Menntun og þjónusta fyrir öll börn
Brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, bjóðum upp á barnagæsluúrræði utan hefðbundins skrifstofutíma og tekjutengjum gjaldskrár í leik- og grunnskólum.

Salerni fyrir okkur öll
Dömubindi og túrtappar eiga að vera sjálfsögð hreinlætisvara í öllum stofnunum borgarinnar, líka fyrir börn og unglinga í skólakerfinu. Við hönnun nýrra bygginga verði gert ráð fyrir kynlausum salernum og búningsklefum og eldri byggingum breytt þar sem hægt er til að mæta þörfum fólks af öllum kynjum.

Kynjuð starfs- og fjárhagsáætlunargerð
Allar ákvarðanir um fjárútlát þarf að meta út frá áhrifum á ólíka hópa samfélagsins. Ákvarðanir mega aldrei mismuna eða hafa neikvæð áhrif á fólk með tilliti til kyns, kynvitundar, uppruna, fötlunar eða annarar mögulegrar jaðarsetningar.

Önnur framboð - Reykjavík