//
Helstu upplýsingar

L-listinn
Listabókstafur: L
Staða: Í meirihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Það sem L-listinn stendur fyrir
• Við erum sjálfstæð bæjarmálahreyfing sem hefur enga aðra hagsmuni en að vinna fyrir Akureyringa
• Við teljum farsælt að ráða faglegan bæjarstjóra
• Við getum unnið með öllum – viljum skoða möguleika á að gera málefnasamning með aðkomu allra flokka.

Lifandi, skemmtilegt og framsækið mannlíf byggir á fjölbreyttri íbúasamsetningu. Við í L-listanum viljum gera Akureyri að mest spennandi kosti að búa á og gengnir ungt fólk lykilhlutverki þegar byggja skal bæinn til framtíðar. L-listinn vill stuðla að fjölbreyttari búsetukostum í bænum og nægu lóðaframboði, hjálpum ungu fólki við að hefja sjálfstætt líf meðal annars með því að útvíkka félagslega kerfið og brúa bilið á milli þess og almenna kerfisins ásamt því að auka samstarf við leigufélög sem ekki eru hagnaðardrifin.

Á Akureyri er best að búa – Rífum þetta í gang. Við í L-listanum viljum leggja áherslu á:

• að fjölga íbúum – Markaðsetjum Akureyri – ,,Hér er best að búa”
• að Akureyrarbær verði fjölskylduvænni vinnustaður – fleiri hlutastörf, þjappa fullri vinnu á 6-7 klst, sveigjanlegur vinnutími, fjarvinna
• að skólabærinn Akureyri verði með framúrskarandi menntastofnanir sem allir landsmenn horfa til
• að koma til móts við þarfir barnafólks með fjölbreyttum leiðum í dagvistunarúrræðum frá 12 mánaða aldri
• að íþrótta- og tómstundastarfið falli inn í stundatöflu barna í 1. – 4. bekk
• að bjóða upp á 6 klst gjaldfrjálsan leikskóla
• að byggja upp í Hlíðarfjalli og á svæðum KA og Þórs í samræmi við framtíðaráform félaganna.
• að koma á úrræðum fyrir ungt fólk í vanda og heimilislausa.
• að Akureyri verði áfram leiðandi sveitarfélag í umhverfismálum.
• að koma á beinu millilandaflugi.
• að jafnrétti verði í öndvegi
• að allir hafi öruggt húsaskjól með áherslu á fjölbreytt búsetuúrræði.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

– L-listinn ætlar sér að horfa sérstaklega til ungs fólks og barnafjölskyldna í öllum ákvörðunum á næsta kjörtímabili, við ætlum ekki einungis að setja upp kynja- heldur barnagleraugun líka. L-listinn stefnir á að brúa bilið frá fæðingarorlofi til leikskóla með margvíslegum úrræðum, við viljum bjóða upp á 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla og koma þá um leið til móts við foreldra með sveigjanlegum vinnutíma. L-listinn vill styðja við starfsfólk grunnskólana og gefa þeim frelsi til athafna þannig að skólarnir okkar skari frammúr á landsvísu, við viljum að fólk horfi fyrst til Akureyrar þegar kemur að því að velja menntun fyrir börnin. L-listinn vill stóraukið samstarf og mynda brýr á milli skólastiga allt frá leikskóla til háskólans.
– L-listinn vill hefja átak í forvörnum og í því augnamiði styrkja sérfræðiþjónustu í skólum sem og að styrkja það starf sem unnið er í Rósenborg. Snemmtæk íhlutun margborgar sig.
Akureyri á að vera lifandi bær þar sem hugvit unga fólksins fær að blómstra samhliða almennri tómstunda- og íþróttaiðkun. Til þess að auka aðgengi allra að því sem bærinn hefur upp á að bjóða viljum við halda áfram að hækka frístundaávísanirnar svo að um munar.
– L-listinn leggur áherslu á jafnrétti í sínum víðasta skilningi og mikilvægi þess nær ekki síst til ungs fólks. Við munum beita okkur sérstaklega fyrir jafnrétti hinsegin fólks með því að tryggja markvissa fræðslu.
– Við leggjum áherslu á jafnan rétt fatlaðra ungmenna til þátttöku í samfélaginu og að þau fái nám við hæfi alla skólagönguna.
– Umhverfi og aðgerðir því tengdu skiptir öllu máli þegar litið er til framtíðar, þar vill L-listinn að Akureyri verði áfram í farabroddi.
– Samgöngur hvort sem eru fyrir gangandi, hjólandi keyrandi eða flugsamgöngur, þarf að styrkja og við viljum stíga með ákveðnum hætti inn í það verkefni að koma hér á beinu millilandaflugi.

Önnur framboð - Akureyri