//
Helstu upplýsingar

15894542_10154288867947709_2871694958837400260_n
Listabókstafur: D
Staða: Í meirihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Sjálfstæðisflokkurinn vill bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu í Kópavogi sem byggir á þeirri grundvallarhugsjón Sjálfsrtæðisflokksins að valið sé einstaklingsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt mikla áherslu á þéttingu byggðar á kjörtímabilinu sem er að líða, hækkað styrki til íþrótta- og tómstundaiðkunar til þess að jafna stöðu ungmenna í Kópavoginum og sett umhverfismál á oddinn.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Skóla-, samgöngu-, húsnæðis- og forvanarmál eru í sérstökum brennidepli þegar málefni ungs fólks eru annars vegar. Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram að horfa til framtíðar í menntamálum þar sem tækninni fleytir fram, en á kjörtímabilinu innleiddi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar snjalltölvur í grunnskólum bæjarins fyrst sveitarfélaga.

Við viljum bjóða upp á ólíka valkosti í samgöngumálum, bæði fyrir akandi, gangandi, hjólandi eða þá sem nýta sér almenningssamgöngur. Þess vegna er það brýnt mál að tengja Kársnesið við Reykjavík fyrir gangandi og hjólandi með brú yfir Fossvoginn. Það er brýnt að almenningssamgöngur séu raunhæfur valkostur fyrir þá sem kjósa að nota slíkan samgöngumáta.

Hátt húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu kemur verst niður á ungu kynslóðinni sem á ekki fasteign. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera fólki kleift að eignast sitt eigið húsnæði. Þess vegna höfum við lagt áherslu á byggingu smærra, hagkvæmara og ódýrara húsnæðis.

Önnur framboð - Kópavogur