//
Helstu upplýsingar

xd-logo-vef
Listabókstafur: D
Staða: Í minnihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Helstu stefnumál framboðsins er að fólk hafi frelsi og val þegar kemur að þeirri þjónustu sem að Reykjavíkurborg býður uppá.
Við viljum breyta og bæta almenningssamgöngur, að fólk hafi raunverulega valkosti í ferðamáta, hvort sem það er hjólandi, gangandi eða akandi.
Við viljum að borgin sé hrein og að endurvinnsla sé stóraukin.
Við viljum að svifryksmengun fari aldrei yfir heilsuverndarmörk og að umhverfismál verði sett á oddinn. Reykjavíkurborg á að vera í fararbroddi í þeim málum.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Við viljum breyta borginni til hins betra.
Reykjavíkurborg á að vera eftirsóknarverður staður fyrir ungt fólk að búa í , með fjölbreyttu mannlífi inní öllum hverfum borgarinnar.
Við ætlum að byggja litlar og hagkvæmar íbúðir svo auðveldara sé fyrir ungt fólk að geta keypt sína fyrstu eign.
Við ætlum að gera almenningssamgöngur að raunverulegum valkosti, með tíðari ferðum strætó og bættu leiðarkerfi, forgangsakreinar fyrir þá sem vilja samnýta bíla.

Önnur framboð - Reykjavík