//
Helstu upplýsingar

Listinn_logo_v02_2018_-01_png
Listabókstafur: Þ
Staða: Í minnihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Þ-listinn hefur nýlokið við að kynna framboð sitt til sveitarstjórnarkosninga í vor. Málefnavinnan er hafin og sú vinna er í fullum gangi. Boðið verður upp á opinn málefnafund á næstu vikum þar sem íbúum gefst kostur á að taka þátt í að móta stefnu og áherslur með frambjóðendum listans til næstu ára. Listinn hefur einnig komið upp heimasíðu þar sem koma má fram með hugmyndir og fyrirspurnir beint til frambjóðenda listans.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Þ-listinn vill leggja sitt af mörkum og finna fleiri leiðir sem hvetur ungt fólk til þátttöku og vekur áhuga þeirra til að hafa áhrif á framtíð sína, sem er rétt handan við hornið. Það er starfandi ungmennaráð í sveitarfélaginu og framboðið stefnir á að efla og auka samtalið á milli sveitarstjórnar og ungmennaráðsins, hljóti framboðið kjörgengi.

Þ-listinn hefur komið upp heimasíðu þar sem unga fólkið er hvatt til þess að koma á framfæri hugmyndum sínum varðandi betra samfélag fyrir alla í Bláskógabyggð. Með gagnvirkri heimasíðu og sýnileika á samfélagsmiðlinum Facebook reynum við að komast nær unga fólkinu í sveitarfélaginu.

Önnur framboð - Bláskógabyggð