//
Helstu upplýsingar

FD6C5CE0-BF33-418F-8231-18EA577CC573
Listabókstafur: V
Staða: Í minnihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Vinstri græn er sá flokkur sem alltaf hefur sett umhverfismál á oddinn. Stærstu viðfangsefni stjórnmálanna eru að bregðast við loftslagsbreytingum af mannavöldum, uppræta kynbundið ofbeldi og útrýma efnahagslegu, félagslegu sem og öðru misrétti.
Það er skylda þeirra sem nú eru við stjórn að skila jörðinni og samfélaginu í sem bestu ástandi til þeirra sem taka við.
Mikilvægt er að stöðva plastmengun, meðal annars með því að hætta að nota einnota plast.
Við viljum umhverfisvæna samgöngumáta og helst hætta að nota bensín og olíu sem fyrst. Þar á Ísland að vera í fararbroddi.
Við viljum góð útivistarsvæði í öll hverfi í göngufjarlægð frá heimilum, meiri uppbyggingu hjólreiðastíga og strætó sem virkar !
VG vill einnig jöfn tækifæri allra og vinna gegn fátækt. Öll börn og ungmenni eiga að hafa tækifæri til menntunar, tómstunda og þátttöku í samfélaginu óháð bakgrunni eða efnahag foreldra þeirra.
VG vill að öll börn fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur og leikskóli á að vera gjaldfrjáls.
Við ætlum að gera bæinn okkar mannvænan, friðsælan, réttlátan, umhverfisvænni og grænni þar sem félagslegt réttlæti og jöfnuður eru leiðarljós í einu og öllu. Eins og heiti flokksins ber með sér hefur hann þá sérstöðu að leggja meiri áherslu á þennan málaflokk en aðrir stjórnmálaflokkar.
Við höfum afdráttarlausa stefnu í átt til sjálfbærni og umhverfisverndar, jöfnuðar, mannúðar og mennsku – í öllu tilliti og alltaf.
VG vill uppbyggingu námsmannaíbúða í góðum tengslum við almenningssamgöngur.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?
VG vill fyrst og fremst hlusta á ungt fólk og gefa því tækifæri til að hafa áhrif; áhrif á skólakerfið, áhrif á skipulag og samfélag. Þið unga fólkið eruð ekki bara framtíðin, heldur einnig nútíðin og eigið að fá að blómstra á ykkar forsendum og við sem eldri erum eigum að gera allt sem við getum svo þannig megi verða. Hvernig menntun viljið þið og hvernig samfélag? Þið öll eigið að geta átt líf sem ykkur finnst gott og óháð bakgrunni ykkar, kyni, stöðu eða efnahag.
Því þarf menntun að vera gjaldfrjáls og skýrari stefna um tómstundir barna og ungmenna. Auka þarf stuðning við geðheilbrigðismál ungs fólks.

Bestu kveðjur, Margrét Júlía Rafnsdóttir, 1. sæti listans

Önnur framboð - Kópavogur