Fjallabyggð

Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga. Sveitarfélagið varð til 11.júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar, að afstöðnum sveitarstjórnarkosningum 2006. Mikilvæg forsenda fyrir sameiningu bæjanna var að ráðist yrði í gerð Héðinsfjarðaganga og opnuðu göngin, sem eru samtals 11 km. að lengd, haustið 2010.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar er skipuð 7 bæjarfulltrúum sem kjörnir eru af íbúum sveitarfélagsins. Árið 2016 slitnaði uppúr meirihlutasamstarfi Fjallabyggðarlistans og Jafnaðarmanna. Nýjan meirihluta mynda Jafnaðarmenn og Sjálfstæðisflokkurinn, 2016-2018. Forseti bæjarstjórnar er Helga Helgadóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Framboðin sem sjá má hér fyrir neðan eru þau sem #ÉgKýs hafði upplýsingar um þegar kjörseðlar fyrir skuggakosningar fóru í prentun að morgni 9. apríl.

Vefur sveitarfélagsins

0 nemendur
á kjörskrá
0 íbúar
í sveitarfélaginu
0 fulltrúar
í sveitarstjórn
0 framboð
hafa komið fram