Fljótsdalshérað

Fljótsdalshérað er sveitarfélag á Austurlandi sem varð til 1.nóvember 2004 við sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs. Við sameiningunavarð til fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi, næst á eftir Fjarðabyggð. Flestir búa í þéttbýlinu á Egilsstöðum eða ríflega 2.875 manns.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs er skipuð 9 bæjarfulltrúum af fjórum listum.  Fulltrúar Áhugafólks um sveitarstjórnarmál á Fljótsdalshéraði, Sjálfstæðisflokks og Héraðslistans, samtök félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði mynda meirihluta í sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs kjörtímabilið 2014-2018. Forseti sveitarstjórnar er Sigrún Blöndal fulltrúi  Héraðslistans.

Framboðin sem sjá má hér fyrir neðan eru þau sem #ÉgKýs hafði upplýsingar um þegar kjörseðlar fyrir skuggakosningar fóru í prentun að morgni 9. apríl.

Vefur sveitarfélagsins

0 nemendur
á kjörskrá
0 íbúar
í sveitarfélaginu
0 fulltrúar
í sveitarstjórn
0 framboð
hafa komið fram