//

Reykjavíkurborg – höfuðborg Íslands

Reykjavík er höfuðborg Íslands, er fjölmennasta sveitarfélag landsins og er eina borgin. Þannig er Reykjavíkurborg efnahags-, menningar- og stjórnmálaleg þungamiðja Íslands.

Í borgarstjórn Reykjavíkur sitja 15 borgarfulltrúar sem kjörnir eru lýðræðislega af íbúum á fjögurra ára fresti. Borgarfulltrúum fjölgar í 23 í borgarstjórnarkosningunum 26. maí. Samfylkingin, Björt framtíð, Vinstri grænir og Píratar mynda meirihluta borgarstjórnar. Dagur B. Eggertsson úr Samfylkingu er borgarstjóri.

Vefur Reykjavíkurborgar

Af hverju á ég að kjósa?

Reykjavíkurborg sinnir málaflokkum eins og grunnskólum, leikskólum, bókasöfnum, félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk. Reykjavíkurborg sér líka um sundlaugar, rekstur strætó, sorphirðu, snjómokstur og götulýsingu.

Það er því mikið hagsmunamál fyrir alla íbúa Reykjavíkur að nýta kosningarétt sinn og kjósa þá fulltrúa sem þeir treysta til að taka ákvarðanir um þessi mikilvægu mál.

0 nemendur
á kjörskrá
0 íbúar
í Reykjavík
0 fulltrúar
í borgarstjórn
0
framboð

Má ég kjósa?

Má ég kjósa í borgarstjórnarkosningum?

Íslenskur ríkisborgari

  • Ef þú ert 18 ára eða eldri
  • Ert með lögheimili í Reykjavík fyrir 5. maí 2018

Þú þarft ekki að skrá þig sérstaklega til að kjósa nema þú sért í námi á Norðurlöndum og með lögheimili þar. 

Erlendur ríkisborgari

  • Ef þú ert 18 ára eða eldri
  • Ef þú hefur skandinavískt ríkisfang (danskt, sænskt, norskt eða finnskt) og hefur verið með lögheimili á Íslandi samfellt í 3 ár.
  • Ef þú hefur annað ríkisfang og hefur verið með lögheimili á Íslandi samfellt í 5 ár.
  • Ert með lögheimili í Reykjavík fyrir 5. maí 2018

Þú þarft ekki að skrá þig sérstaklega til að kjósa.

Hvernig kýs ég?

Kjörstaðir verða opnir frá 09:00 – 22:00 á kjördag, 26. maí.

Þegar þú ert komin/kominn á kjörstað sýnir þú vegabréf eða skírteini með mynd og kennitölu. Starfsmaðurinn merkir þá við nafn þitt, réttir þér kjörseðil og vísar þér á lausan kjörklefa.

Í kjörklefanum er blýantur sem þú notar og merkir x í kassann fyrir framan listabókstaf þess flokks sem þú vilt kjósa. Þegar þú hefur kosið skilar þú kjörseðlinum í kjörkassann.

Ef þú kemst ekki á þinn kjörstað laugardaginn 26. maí, getur þú kosið utan kjörfundar í verslunarmiðstöðinni í Smáralind frá og með 11. – 25. maí milli kl. 10:00 – 22:00.

Hvar kýs ég?

Þú kýst í þínu hverfi.  Ýttu hér og sláðu inn kennitölu til að kanna  hvort þú sért á kjörskrá og hvar þinn kjörstaður er. 

Kjörstaðir í Reykjavík eru:

Árbæjarskóli

Breiðagerðisskóli

Hagaskóli

Hlíðaskóli

Ingunnarskóli  

Íþróttamiðstöðin Austurbergi

Íþróttamiðstöðin Grafarvogi, Dalhúsum

Kjarvalsstaðir

Klébergsskóli

Laugalækjarskóli

Menntaskólinn við Sund

Norðlingaskóli

Ráðhús Reykjavíkur

Vættaskóli Borgir

Ölduselsskóli