Þingeyjarsveit

Þingeyjarsveit er sveitarfélag á Norðurlandi eystra, kennt við Þingey í Skjálfandafljóti.

Sveitarfélagið varð til 9. júní 2002 við sameiningu fjögurra hreppa: Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps. Í kjölfar atkvæðagreiðslu 26. apríl 2008 ameinaðist Þingeyjarsveit svo Aðaldælahreppi.

Þingeyjarsveit er víðfeðmt sveitarfélag. Byggð  er í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði, Köldukinn, Bárðardal, Laxárdal, Aðaldal og Reykjadal en á síðastnefnda staðnum er þorpið Laugar. Megnið af landi sveitarfélagsins er í óbyggðum og nær það alveg inn á Vatnajökul.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar er skipuð sjö fulltrúum af tveimur listum, Samstaða og Sveitungar. Samstaða skipar meirihluta í bæjarstjórnkjörtímabilið 2014-2018. Forseti bæjarstjórnar er Arnór Benónýsson, Samstöðu.

Framboðin sem sjá má hér fyrir neðan eru þau sem #ÉgKýs hafði upplýsingar um þegar kjörseðlar fyrir skuggakosningar fóru í prentun að morgni 9. apríl.

Vefur sveitarfélagsins

0 nemendur
á kjörskrá
0 íbúar
í sveitarfélaginu
0 fulltrúar
í sveitarstjórn
0 framboð
hafa komið fram