KOSNINGAVITINN

Um Kosningavitann

Kosningavitinn (Help me vote) er gagnvirk vefkönnun sem gefur kjósendum tækifæri til að sjá hvar þeir standa í samanburði við stjórnmálaflokka og framboð til alþingiskosninga árið 2024 í hugmyndafræðilegri afstöðu og helstu málefnum kosningabaráttunnar.

Kosningavitinn gefur kjósendum skýrari mynd af stefnu stjórnmálaflokka en hann hefur áður verið notaður í alþingiskosningum árin 2013, 2016 og 2021 og var hann notaður meira en 30.000 sinnum í öll skipti. Eftir að hafa tekið afstöðu til 30 fullyrðinga sjá svarendur fyrst hvaða framboðum þeir eru almennt mest sammála og geta þá smellt á hvert framboð til að sjá afstöðu þeirra til hverrar fullyrðingar fyrir sig.

Vefumsjónarkerfi og uppbygging Kosningavitans er byggt á helpmevote.gr og hannað af Grikkjanum Ioannis Andreadis, prófessor við Háskólann í Þessalónikíu. Kosningavitinn er samstarfsverkefni hans, Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, Landssambands ungmennafélaga og Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Einnig koma að verkefninu Stefán Þór Gunnarsson, Hafsteinn Einarsson, Eva Heiða Önnudóttir og Agnar Freyr Helgason. Kosningavitinn er opinn almenningi og er mikilvægur liður í lýðræðisherferð um aukna kosningaþátttöku ungs fólks.

Um verkefnið

Kosningavitinn – HelpMeVote, er samstarfsverkefni Félagsvísindastofnunar, Landssambands ungmennafélaga og Sambands íslenskra framhaldsskólanema við Ioannis Andreadis prófessor við Háskólann í Þessalónikíu. Einnig koma að verkefninu Hafsteinn Einarsson, Eva H. Önnudóttir, Agnar Freyr Helgason og Stefán Þór Gunnarsson. Kosningavitinn er opinn almenningi á vefnum www.egkys.is.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Stefán Þór Gunnarsson, verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun (stefanthor@hi.is / 525-4161).

Við val á spurningum í Kosningavitann var leitast við að nota spurningar sem mæla raunverulegan mun á íslenskum stjórnmálaflokkum. Einnig er vert að hafa í huga að svarendur og flokkar geta verið lengra til hægri eða vinstri, eða haft afstöðu á öðrum spurningum sem eru sterkari en valmöguleikar spurninganna gefa til kynna. Skoðanir sem eru á jaðrinum í íslenskum stjórnmálum eru því ekki jafn vel mældar í Kosningavitanum í samanburði við miðjusæknari skoðanir sem skilja vel á milli flokka.

Spurt og svarað um kosningavitann