FLOKKUR FÓLKSINS

Video Block
Double-click here to add a video by URL or embed code. Learn more

Listabókstafur: X-F

Heiti flokks: Flokkur fólksins

Formaður: Inga Sæland

Staða: Í stjórnarandstöðu

Fjöldi þingmanna: 5

Stutt lýsing:
Megin markmið flokksins er að berjast gegn fátækt og óréttlæti á Íslandi.

  • Það er afar mikilvægt að ná niður vöxtum og verðbólgu. Við viljum berjast gegn fátækt og það hefur verið markmið okkar frá stofnun að útrýma fátækt. Önnur mál sem við leggjum mikla áherslu á eru húsnæðismál, heilbrigðismál, málefni öryrkja og málefni eldri borgara.

  • Við viljum fyrst og fremst útrýma fátækt barna. Við viljum einnig efla lestrarkennslu í grunnskólum og draga úr skerðingum á námslán nemenda vegna atvinnutekna.

  • Við viljum gera kennslu að eftirsóknarverðu starfi með því að bæta kjör kennara og bæta starfsaðstæður þeirra. Efla þarf lestrarkennslu og endurskoða áherslur og aðferðir. Fjölga þarf kennurum í „skóla án aðgreiningar“ til að stefnan skili tilætluðum árangri, annars þarf að hverfa frá henni. Auka þarf aðstoð við nemendur með sérþarfir. Efla þarf íslenskukennslu fyrir innflytjendur og börn þeirra.

  • Til þess að tryggja atvinnutækifæri til ungmenna þarf fyrst og fremst að tryggja að Ísland verði gott samfélag í framtíðinni – við stefnum að því markmiði heilshugar – Ísland skal verða fyrirmyndarsamfélag sem laðar til sín alla þá sem vilja lifa í samfélagi sem leggur áherslu á að enginn þurfi að líða efnislegan skort eða upplifa fátækt. 

  • Við ætlum að byggja upp nýtt húsnæðislánakerfi þar sem lögð er áhersla á fasta óverðtryggða vexti. Þannig tryggjum við fyrirsjáanleika. 

    Við munum brjóta upp nýtt land til uppbyggingar húsnæðis í Úlfarsárdal og hraða uppbyggingu í Keldnaholti og Blikastaðalandi til að binda enda á húsnæðisskort.

    Við ætlum að afnema húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs, því hann heldur verðbólgunni uppi, og takmarka uppkaup fjárfesta á íbúðum sem og útleigu til ferðamanna. Við viljum bæta réttaröryggi leigjenda, t.d. með leigubremsu.

  • Við munum tryggja fjármögnun heilbrigðiskerfisins

    Við viljum binda enda á útskriftarvanda Landspítalans með því að ráðast í átak við uppbyggingu hjúkrunarrýma. 

    Við viljum aðlaga menntakerfið að starfsmannaþörf heilbrigðiskerfisins á komandi árum

    Við ætlum að halda gjaldtöku í lágmarki fyrir heilbrigðisþjónustu, nauðsynleg lyf og hjálpartæki.

    Við viljum efla heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Það má aldrei mismuna fólki vegna búsetu. 

    Við viljum endurskoða skipulag, verkaskiptingu og nýtingu húsnæðis og mannauðs innan heilbrigðiskerfisins um land allt og tryggjum þannig skilvirkni og hagkvæmni.

  • Við ætlum að gera sálfræðiþjónustu gjaldfrjálsa og aðgengilega öllum þeim sem á þurfa að halda í skólum landsins.

    Við munum gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að berjast gegn ótímabærum dauða hundruða ungmenna sem láta lífið á bið eftir hjálp. Hefjum án tafar uppbyggingu nýs húsnæðis fyrir geðheilbrigðisþjónustu Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri þar sem engum verður vísað frá sem á hjálp þurfa að halda og aukum fjárveitingar til meðferðarúrræða.

  • Við erum á móti einkavæddum vindmyllugörðum. Við viljum virkja meira en leggjum samt áherslu á að slíkar framkvæmdir verði metnar út frá umhverfisáhrifum. Við erum á móti loftslagssköttum sem leggjast jafnt á fólk óháð tekjum. 

    Við erum á móti því að Ísland selji aflátsbréf grænnar orku til erlendra aðila sem nota olíu, kol og kjarnorku í sinni framleiðslu. 

  • Við viljum lögfesta Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks tafarlaust. 

    Við viljum að stjórnvöld virði 76. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að öllum skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.

    Við viljum útrýma fátækt og fyrsta skrefið í því er að hækka lágmarksframfærslu í 450.000 kr. á mánuði skatta og skerðingarlaust.

  • Okkar stefna er að það eigi að aðlaga íslenska löggjöf í málefnum hælisleitenda að löggjöf Norðurlandanna. Tökum fulla stjórn á landamærum okkar og tryggjum eftirlit með farþegalistum flugfélaga. Veitum stjórnvöldum heimild til að víkja úr landi einstaklingum með alþjóðlega vernd sem fremja glæpi.

    Efla þarf íslenskukennslu fyrir innflytjendur og börn þeirra. Einnig þarf að opna móttökudeildir eða móttökuskóla fyrir innflytjendur þar sem þeir fá þjónustu og kennslu við hæfi.

  • Við erum sátt við þann kosningaaldur sem mælt er fyrir um í stjórnarskránni.

  • Við teljum að Ísland eigi að beita sér sem vopnlaus þjóð og haga stuðningi sínum með borgaralegum hætti, en ekki með vopnakaupum.

  • Við leggjum áherslu á að ráðist verði í framkvæmdir við Sundabraut sem fyrst, að ráðist verði í jarðgangnagerð af fullum krafti til að tengja hinar dreifðu byggðir og að vegum verði viðhaldið af sóma hringinn í kringum landið. Við erum á móti Borgarlínu þar sem við teljum framkvæmdina of dýra og ekki til þess fallna að bæta umferð í höfuðborginni. Frekar viljum við gefa frítt í strætó. 

  • Já.

Previous
Previous

X-D | Sjálfstæðisflokkurinn

Next
Next

X-J | Sósíalistar