Hentar fyrir

Segja á skilvirkan hátt frá mismunandi leiðum til að hafa áhrif.

Lengd

15-20 mínútur

Efni og áhöld

  • Stólar, einum færri en þátttakendur

Hvað er hægt að læra af æfingunni?

  • að hlusta á aðra

  • mismunandi leiðir til að hafa áhrif

Stólum er raðað í hring á miðju gólfi, einum færri en þátttakendur eru. Sá þátttakandi sem byrjar tekur sér stöðu í miðjunni (eða sest á stól sem komið hefur verið fyrir þar), hinir setjast í hring í kringum hann. Nemandinn í miðjunni nefnir eitthvað sem hann hefur gert til að hafa áhrif, til dæmis „ég hef skrifað grein og sent á fjölmiðil“. Þá eiga allir þeir nemendur sem hafa gert slíkt hið sama að standa upp og skipta um sæti sín á milli, eins snöggt og þeir geta. Sá í miðjunni reynir þá að eigna sér eitthvert af sætunum í hringnum með því að setjast í það. Sá nemandi sem þá stendur eftir án sætis í hringnum er nú kominn í miðjuna, og segir frá einhverju sem hann hefur gert til að hafa áhrif. Ef nemandanum í miðjunni dettur ekkert í hug að segja, má hann skipta um stað við einhvern sem vill fara í miðjuna í hans stað.

Að lokum geta nemendur setið aðeins lengur í hring og sagt frá einhverju sem þeir hafa gert til að hafa áhrif, sem þeir náðu ef til vill ekki að segja frá í leiknum en vilja samt að komi fram.