Hentar fyrir

T.d. fyrir samfélagsfræðikennslu eða lífsleiknikennslu, getur einnig nýst í öðrum fögum.

Lengd

1-2 kennslustundir

Efni og áhöld

Hvað er hægt að læra af æfingunni?

  • leiðir til að hafa samfélagsleg áhrif

  • virk samfélagsþátttaka

Bingó er skemmtileg leið til að hefja samtal og hvetja til lærdóms undir formerkjum leiks. Þetta tiltekna bingó er nokkurs konar spurningakeppni, þar sem spurt er um atriði tengd því að hafa áhrif.

Á bingóblöðunum eru sex reitir. Prentið út nægilega mörg blöð, ýmist eitt á hvern nemanda eða eitt fyrir fleiri nemendur saman. Sex mismunandi bingóblöð er að finna í skjalinu „Fylgiskjal-Spurningabingó“ athugið vel að þið prentið út öll sex blöðin í skjalinu, en ekki sama blaðið nokkrum sinnum. Einnig er frjálst að uppfæra bingóblöðin, breyta spurningunum og bæta við þær að vild, en gætið þess að fjölbreytni sé áfram í uppröðun spurninganna á blöðunum – bingóið er skemmtilegra þannig.

Kennari eða sjálfboðaliði úr hópi nemenda spyr spurninganna, einnar í einu. Hver og einn er með mismunandi blað, þar sem mismunandi spurningarnar eru í sex reitum í mismunandi röð. Þegar spurning er borin upp svara þeir, sem hafa viðkomandi spurningu á sínu blaði, og krossa svo yfir þann reit. Þegar annað hvort lárétt eða lóðrétt lína hefur verið fyllt út má hrópa BINGÓ!

Ekki er víst að við öllum spurningunum sé eitt rétt svar. Megintilgangurinn er að vekja umræður meðal nemenda og auka við þekkingu þeirra. Leiknum má halda áfram þangað til búið er að fara í gegnum allar spurningarnar.