Hentar fyrir
Hópar af ýmsum stærðum
Lengd
Um 1 kennslustund (með myndbandi og kennsluefni)
Efni og áhöld
Snjallsími eða fartölva
Pappír og skriffæri til að skrifa niður (ef ekki unnið á tölvu)
Hvað er hægt að læra af æfingunni?
Að skoða hvað er á bak við upplýsingar sem þeir rekast á á samfélagsmiðlum, sannreyna þær og leita sér frekari heimilda
Er hægt að treysta öllu sem maður sér á Tiktok? Í þessu stutta verkefni skoðum við staðhæfingar sem eru settar fram á samfélagsmiðlum og hvernig maður getur skoðað hvort þær séu sannar.
Verkefni - 30 mín
Athugið að með verkefninu fylgir stutt myndband og einfalt kennsluefni frá Blaðamannafélagi Íslands þar sem farið er yfir mikilvægi þess að leita sér upplýsinga á traustum fréttasíðum og hvernig sé hægt að koma auga á falsfréttir. Ekki er nauðsynlegt að nýta kennsluefnið til að leggja fyrir verkefnið en það gefur meiri dýpt.
Finna og hlaða niður myndbandi á Tiktok eða Instagram
Farðu í leitargluggan uppi í hægra horninu á Tiktok eða Instagram og leitaðu af myndbandi sem inniheldur upplýsingar um stjórnmál eða kosningarnar framundan. Má vera frá einstaklingi, samtökum eða stjórnmálaflokki. Leitarorð geta t.d. verið #alþingiskosningar, #stjórnmál, #kjósa, #húsnæðismál eða #flokkar.
Skrifaðu niður:
Hverju er verið að halda fram í myndbandinu?
Er vísað í einhverjar heimildir, eru hashtögg eða mentions?
Hversu traustvekjandi er höfundur myndbandsins við fyrstu sýn? Heldurðu að hann sé að segja satt? Afhverju?
Hefur höfundurinn einhverra annarra hagsmuna að gæta en að upplýsa kjósendur? Fær hann kannski borgað fyrir að birta efnið, vill hann fá atkvæðið þitt eða hafa áhrif á skoðun þína á ákveðnu málefni?
Eru hlekkir á einhverjar vefsíður undir myndbandinu eða á prófælnum?
Sannreyndu upplýsingarnar
Hafa verið sagðar fréttir um það sem er staðhæft í myndbandinu?
Leitaðu fyrst á google. Er eitthvað þar um málið?
Ef ekkert kemur upp, prófaðu að fara inn á íslenska fréttasíðu, t.d. Vísir.is og athuga hvort hafi verið birt frétt um málið.
Skrifaðu niður hvort þú finnir eitthvað meira um málið frá traustum fréttamiðli.
Niðurstöður
Skrifaðu niður:
Hversu mikið traust berðu til höfundarins sem gerði Tiktok fréttina eftir nánari skoðun?
Eru staðhæfingarnar sem settar eru fram líklegar til að vera réttar miðað við þína heimildarvinnu?