Efni og áhöld

  • Stofur fyrir jafnmarga flokka og bjóða sig fram.

Lengd

Um það bil hálfur skóladagur

Bjóðið stjórnmálaflokkunum að koma í skólann og kynna starfsemi sína. Fulltrúar hvers flokks fá þá aðsetur í einni kennslustofu og kynna þar málefni sín, hugsjónir og starfsemi.

Hugmyndin er að kynningarnar verði skilvirkar og fróðlegar og að nemendur fylgist með af athygli og spyrji spurninga. Fulltrúar flokkanna sjá sjálfir um að skipuleggja kynningar sínar. Þannig geta nemendur kynnt sér frambjóðendur og málefni þeirra í nánum aðstæðum, með því að fara um í hópum og verja t.d 15–30 mínútum í hverri stofu.

Bjóða skal öllum stjórnmálaflokkum, sem bjóða fram í komandi kosningum, að taka þátt.

Best er ef allir flokkar geta sent fulltrúa til þátttöku, en þó að svo verði ekki er engu að síður hægt að halda viðburðinn. Það mikilvægasta er að öllum flokkum sé boðið og gert ljóst að þátttöku þeirra sé óskað.