Kosningavitinn (Help me vote) er gagnvirk vefkönnun sem gefur kjósendum tækifæri til að sjá hvar þeir standa í samanburði við stjórnmálaflokka og framboð til alþingiskosninga árið 2021 í hugmyndafræðilegri afstöðu og helstu málefnum kosningabaráttunnar.
Kosningavitinn gefur kjósendum skýrari mynd af stefnu stjórnmálaflokka og er nú birtur í fyrsta sinn fyrir sveitarstjórnarkosningar, en hann hefur áður verið notaður í Alþingiskosningum árin 2013 og 2016 og var hann notaður meira en 30.000 sinnum í bæði skipti. Eftir að hafa tekið afstöðu til 30 fullyrðinga sjá svarendur fyrst hvaða framboðum þeir eru almennt mest sammála og geta þá smellt á hvert framboð til að sjá afstöðu þeirra til hverrar fullyrðingar fyrir sig.
Vefumsjónarkerfi og uppbygging Kosningavitans er byggt á helpmevote.gr og hannað af Grikkjanum Ioannis Andreadis, prófessor við Háskólann í Þessalónikíu. Kosningavitinn er samstarfsverkefni hans, Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, Landssambands ungmennafélaga og Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Einnig koma að verkefninu Stefán Þór Gunnarsson, Hafsteinn Einarsson, Eva Heiða Önnudóttirr og Agnar Freyr Helgason. Kosningavitinn er opinn almenningi en er mikilvægur liður í lýðræðisherferð um aukna kosningaþátttöku ungs fólks.
Spurt og svarað um Kosningavitann
Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta séð hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til sveitarstjórnarkosningar, bæði hvað varðar einstök málefni sem og hugmyndafræðilega afstöðu.
Kosningavitinn sýnir hversu sammála eða ósammála kjósendur eru stjórnmálaflokkunum á helstu kosningamálum og hugmyndafræðilegri afstöðu. Kosningavitinn er ekki tæki sem segir kjósendum hvað þeir eiga að kjósa, heldur einföld leið til að taka saman upplýsingar og gera samanburð á meginstefnu flokkanna. Kosningavitinn er fyrst og fremst upplýsandi og nýtist bæði til gagns og gamans. Kosningavitinn er einfalt upplýsingatæki um stefnu flokkanna og er viðbót við það gríðarlega magn upplýsinga sem kemur fram annars staðar, t.d. í fjölmiðlum, umræðuþáttum og á vefsíðum stjórnmálaflokka.
Kosningavitinn birtir tvenns konar samanburð á afstöðu kjósanda og stjórnmálaflokka. Prósentutalan birtist fyrst, en hún gerir samanburð á milli notenda og stjórnmálaflokkanna, á öllum 30 spurningum. Næst birtist mynd þar sem afstaða kjósanda og flokka er staðsett á tveimur ásum, sem hvor um sig byggir á nokkrum spurningum sem endurspegla hugmyndafræðilega afstöðu. Prósentutalan byggir því á meiri upplýsingum þar sem bætt hefur verið við spurningum sem eru sértækari en þær sem endurspegla hugmyndafræðilega afstöðu. Myndin nýtist til að átta sig á eigin hugmyndafræðilegri stöðu í samanburði við stjórnmálaflokkana.
Afstaða í efnahagsmálum er oft kennd við hugtökin hægri og vinstri. Markaðshyggja er er kennd við hægri stefnu og felur í sér vilja til að hafa skatta lága og áherslu á einkarekstur í atvinnulífinu. Félagshyggja er kennd við vinstri stefnu og felur í sér áherslu á að ríkið reki öflugt velferðarkerfi og aukna aðkomu ríkisins að atvinnulífinu.
Staða Íslands í alþjóðakerfinu er mikilvægur þáttur í vali margra á stjórnmálaflokkum. Í Kosningavitanum er kjósendum og raðað á ásinn þjóðhyggja/alþjóðahyggja. Þjóðhyggja felur meðal annars í sér áherslu á fullveldi og sjálfstæði Íslands og að íslensk menning haldi sérstöðu sinni. Alþjóðahyggja felur í sér mikla þátttöku í alþjóðastofnunum, alþjóðsamvinnu og áherslu á fjölmenningu.
Í Kosningavitanum er spurt um 30 atriði sem eru mikilvæg í kosningabaráttunni, en þau eru ekki tæmandi listi yfir þau atriði sem skipta máli við val á flokki. Spurningarnar voru valdar út frá rannsóknum á því hvað skiptir kjósendur mestu máli, hvaða spurningar aðgreina á milli flokka og hvaða mál hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Kosningavitinn gefur þannig ágæta mynd af nokkrum mikilvægum málum, en er ekki tæmandi upplýsingaveita um stefnu stjórnmálaflokkanna.
Sumar spurningar er einfalt að orða, þar sem tekin er afstaða til ákveðins fyrirliggjandi málefnis sem fólk er sammála eða ósammála. Dæmi um slíka spurningu er hvort frumvarp Stjórnlagaráðs eigi að verða grundvöllur að nýrri Stjórnarskrá Íslands. Aðrar spurningar er flóknara að orða, þar sem tefla þarf saman tveimur tengdum þáttum. Dæmi um slíka spurningu er hvort hækka eigi vaxta- og barnabætur, jafnvel þó að auka þurfi skatta á móti. Með því að láta kjósendur og stjórnmálaflokka taka afstöðu til þess hvort er mikilvægara er hægt að greina mun sem myndi ekki finnast ef spurt væri um hvort atriðið fyrir sig.
Ef spurt er um atriði af þessu tagi aðskilið eru flestir sammála því að lækka fasteignagjöld og á sama tíma ósammála því að draga úr opinberri þjónustu. Til þess að ná fram mun á stefnu flokkanna um atriði sem þessi, er mikilvægt að orða spurninguna með þeim hætti að velja þarf hvort sé mikilvægara. Það hvernig stjórnmálaflokka forgangsraða, t.d. lækkun skatta eða hækkun vaxta- og barnabóta, endurspeglar mun á stefnu flokkanna.
Frambjóðendur í efstu sætum á listum stjórnmálaflokkanna og sérfræðingar í íslenskum stjórnmálum svöruðu rúmlega 40 spurningum um ýmis kosningamál. Frambjóðendur svöruðu eingöngu fyrir eigin flokk, en sérfræðingar voru beðnir um að svara öllum spurningunum fyrir alla þá flokka sem höfðu lýst yfir framboði. Notast var við þáttagreiningu og áreiðanleikapróf til að velja 9 spurningar sem aðgreindu skýrast á milli flokka á hvorum ásanna markaðshyggja/félagshyggja og dreifð uppbygging/þétting byggðar. Næst voru valdar 9 spurningar til viðbótar sem féllu á hvorugan ásinn en greindu engu að síður vel á milli flokkanna. Spurningar sem greina vel á milli flokka eru þær sem hafa hátt ytra samræmi (stjórnmálaflokkarnir hafa ólíka afstöðu til málsins) og hátt innra samræmi (frambjóðendur og sérfræðingar eru sammála um afstöðu flokksins).
Svör frambjóðenda flokkanna voru notuð til að staðsetja þeirra flokka og var notast við miðgildi svara frá hverjum flokk. Góð þátttaka var meðal frambjóðenda flestra flokka og miðgildi gefur því góða mynd af stefnu flokksins, jafnvel þó ólíkar skoðanir rúmist innan flokka.
Kosningavitinn er hannaður, bæði til gagns og gamans, til að leggja mat á mun á stefnu íslensku stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði fyrir kosningarnar 2018. Áherslan er á sveitarstjórnarkosningar2018 en ekki á að bera niðurstöður Kosningavitans 2018 saman við niðurstöður úr sambærilegum verkefnum í öðrum ríkjum eða á Íslandi.
Við val á spurningum í Kosningavitann var leitast við að nota spurningar sem mæla raunverulegan mun á íslenskum stjórnmálaflokkum. Einnig er vert að hafa í huga að svarendur og flokkar geta verið lengra til hægri eða vinstri, eða haft afstöðu á öðrum spurningum sem eru sterkari en valmöguleikar spurninganna gefa til kynna, h. Skoðanir sem eru á jaðrinum í íslenskum stjórnmálum eru því ekki jafn vel mældar í Kosningavitanum í samanburði við miðjusæknari skoðanir sem skilja vel á milli flokka.
Kosningavitinn – HelpMeVote, er samstarfsverkefni Félagsvísindastofnunar, Landssambands ungmennafélaga og Sambands íslenskra framhaldsskólanema við Ioannis Andreadis prófessor við Háskólann í Þessalónikíu. Einnig koma að verkefninu Eva H. Önnudóttir og Agnar Freyr Helgason. Kosningavitinn er opinn almenningi á vefnum www.egkys.is.
Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Stefán Þór Gunnarsson, verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun (stefanthor@hi.is / 525-4161).
Við val á spurningum í Kosningavitann var leitast við að nota spurningar sem mæla raunverulegan mun á íslenskum stjórnmálaflokkum. Einnig er vert að hafa í huga að svarendur og flokkar geta verið lengra til hægri eða vinstri, eða haft afstöðu á öðrum spurningum sem eru sterkari en valmöguleikar spurninganna gefa til kynna. Skoðanir sem eru á jaðrinum í íslenskum stjórnmálum eru því ekki jafn vel mældar í Kosningavitanum í samanburði við miðjusæknari skoðanir sem skilja vel á milli flokka.