Framhaldsskólanemendur kjósa í skuggakosningum um allt land!

Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa í sveitarstjórnir og munu endurspegla vilja nemenda um allt land. Samhliða því kjósa nemendur um hvort lækka eigi kosningaaldur í 16 ár eða ekki í sveitarstjórnarkosningum. Skuggakosningar fara fram í þriðja sinn hér á landi þann 12. apríl. Niðurstöður verða gerðar opinberar eftir að kjörstöðum lokar á kjördag sveitarstjórnakosninga, 26. maí.

Kynslóðin sem kýs ekki?

Ungt fólk skilar sér síður á kjörstað og sú staðreynd ógnar bæði samfélagsstöðu þeirra og lýðræðinu. Í sveitarsjórnarkosningunum árið 2014 var kjörsókn eftir aldri skrásett í fyrsta sinn. Slökust var þátttaka ungs fólks á aldrinum 20-24 ára, var hún aðeins 45,4%. Það er ljóst að bregðast þarf við, svo ekki verði alvarlegur lýðræðishalli á milli kynslóða

Meginmarkmiðið #ÉGKÝS herferðarinnar er að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðin í kjörklefanum í von um að kosningaþátttaka aukist. Með það að markmiði hafa skuggakosningar verið haldnar í nágrannaríkjum okkar um árabil með góðum árangri.

Veitt verða verðlaunin „lýðræðislegasti skólinn“ í formi farandsbikars fyrir mestu kjörsóknina í skuggakosningum.

Kjörsókn eftir aldri í sveitarstjórnarkosningum 2014

  • hlutfall (%)
24
skólar hafa boðað þátttöku sína!

Hvar fara skuggakosningar fram?

Skuggakosningar eða „skólakosningar“ eru settar upp eins og almennar kosningar. Megintilgangur þeirra er að þjálfa þá nemendur sem ekki hafa náð kosningaaldri í að kjósa og undirbúa þá sem hafa aldur til að kjósa í fyrsta sinn. Jafnframt fær ungt fólk reynslu í að skipuleggja og framkvæma hið lýðræðislega ferli kosninga.

Skuggakosningar verða haldnar í 22 framhaldsskólum samhliða sveitarstjórnarkosningum þann 12. apríl. Niðurstöður verða ekki gerðar opinberar fyrr en öllum kjörstöðum til sveitarstjórna hefur verið lokað þann 26. maí.

Hvernig kýs ég?

  • Þú framvísar skilríkjum á kjörstað og færð kjörseðil.
  • Kosningin er leynileg og fer fram í einrúmi.
  • Þú merkir X fyrir framan það sem þú vilt kjósa. Mikilvægt er að gera engar aðrar merkingar á kjörseðilinn því þá telst atkvæðið ógilt. 
  • Að lokum brýtur þú kjörseðilinn saman þannig að letrið snúi inn og setur hann í kjörkassann.

Lækkun kosningaaldurs?

Lesa lagafrumvarp sem leggur til að lækka kosningaaldur í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum og um stöðu málsins, á vef Alþingis.

Framkvæmd skuggakosninga

Til að efla lýðræðisvitund ungs fólks og hvetja það til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun í komandi sveitarstjórnarkosningum eru allir framhaldsskólar hvattir til að taka þátt. Sú þátttaka felst í að halda lýðræðisviku 9. – 12. apríl sem endar á skuggakosningum. Nemendur eru hvattir til að kynna sér sveitarstjórnarmál og borgararéttindi ungs fólks.

Mælst er til þess að nemendur (málfundar-, nemendafélög eða aðrir hópar innan skólans) skipuleggi og framkvæmi skuggakosningarnar með aðstoð kennara. Hér fyrir neðan er að finna handbók um framkvæmd skuggakosninga, kosningalög, kjörbók og kosningaleiðbeiningar. 

Handbókin

Handbók um framkvæmd skuggakosninga.

Hlaða niður handbók 2018

Kosningalög

Kosningin fer fram samkvæmt lögum SÍF og LUF um framkvæmd skuggakosninga.

Hlaða niður lögum um skuggakosningar 2018.

Kjörbók

Hér getur þú hlaðið niður kjörbókinni sem kjörstjórn á að fylla út.

Hlaða niður kjörbók 2018

Kosninga- leiðbeiningar

Skjal til útprentunar fyrir kjörstaði.

Hlaða niður kosningaleiðbeiningum