//

Til að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun í komandi alþingiskosningum eru allir framhaldsskólar hvattir til þess að taka þátt. Sú þátttaka felst í að halda lýðræðisviku 6.-9. september sem endar á skuggakosningum fimmtudaginn 9. september.

Skipulagning og framkvæmd skuggakosninga er í höndum nemenda eða félaga innan skólans (t.d. málfundar-, nemendafélög eða aðrir hópar) með aðstoð kennara. Með því að smella á framkvæmd skuggakosningar hér fyrir ofan má finna handbók um framkvæmd skuggakosninga, kosningalög, kjörbók og kosningaleiðbeiningar.