//
miflokkurinn-ntt

Listabókstafur: X-M
Formaður: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Staða: Í stjórnarandstöðu
Fjöldi þingmanna:  9
Stutt lýsing: „Miðflokkurinn er flokkur sem vill veita og varðveita stöðugleika og standa vörð um hefðbundin grunngildi, en um leið vera flokkur hugmyndaauðgi og framfara, samfélaginu öllu til heilla.“

Á hvaða málefni leggið þið mesta áherslu á fyrir alþingiskosningarnar 2021?

Miðflokkurinn leggur áherslu á 10 ný réttindi fyrir íslensku þjóðina, auk annarra stefnumála flokksins. Markmiðið með 10 nýju réttindunum er að styrkja heimilin og efnahagslífið og búa í haginn fyrir framtíðina.

10 NÝ RÉTTINDI fyrir íslensku þjóðina

 1. Betri ríkisrekstur fyrir alla
 2. Auðlindagjald fyrir alla
 3. Heilbrigðisskimun fyrir alla
 4. Eignir fyrir alla
 5. Hlutdeild í fjármálakerfinu fyrir alla
 6. Jafnræði gagnvart ríkinu fyrir alla
 7. Jafnrétti óháð búsetu fyrir alla
 8. Jafn réttur óháð heilsu og aldri fyrir alla
 9. Jafnræði í rekstri fyrir alla
 10. Tjáningarfrelsi fyrir alla

Nánari upplýsingar er að finna á https://www.midflokkurinn.is/

Hvernig munið þið beita ykkur í málefnum ungs fólks?

Miðflokkurinn leggur sérstaklega áherslu á málefni ungs fólks. Flokkurinn er með skýra stefnu í mennta-, heilbrigðis-, loftslags- og húsnæðismálum.

Hver er stefna ykkar í menntamálum?

Menntakerfið þarf að endurspegla þörf þjóðarinnar fyrir aukna verðmætasköpun og framþróun á næstu árum og áratugum.

 • Miðflokkurinn ætlar að efla tækni- og iðnnám og gefa öllum þeim tækifæri sem vilja að stunda nám á sínu áhugasviði.
 • Miðflokkurinn ætlar aðlaga skólakerfið að þörfum allra nemenda, til að stuðla að sem bestri menntun bæði fyrir alla.
 • Endurskoða þarf lánastofnun til framhaldsnáms frá grunni. Leyfa öllum nemendum að öðlast námsstyrki þó þeir séu ekki með námslán.
Hvernig hyggist þið tryggja næg atvinnutækifæri til framtíðar?

Skapa þarf undirstöðu atvinnugreinum landsins stöðugt rekstrarumhverfi þannig að greinarnar geti fjárfest og skipulagt sig til lengri framtíðar. Við ætlum að einfalda regluverk atvinnulífsins.

Uppbygging sem byggir á hugviti er forsenda þess að lífgæði og atvinnutækifæri á Íslandi aukist enn frekar. Þess vegna styður Miðflokkurinn skattalega hvata til að auka nýsköpun. Þök á endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar verði afnumin nú þegar og hlutfall endurgreiðslu verði aukið. Nú þegar veitir ríkissjóður umtalsverðu fé til nýsköpunar en beina þarf því fjármagni að hluta til í að fjármagna vaxtasprota. Slíkt verði gert í samstarfi við einkaaðila.

Sérstöku fjármagni verði veitt til grunn- og framhaldsskóla til að auka þekkingu á vísindum, tækni og nýsköpun.

Hvernig ætlið þið að tryggja að ungt fólk búi við húsnæðisöryggi?

Miðflokkurinn ætlar að veita öllum íslenskum ríkisborgurum tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Allir sem á þurfa að halda eigi rétt á mótframlagi ríkisins sem svo verður greitt til baka við sölu fasteignar eða breytt í lán að 10 árum liðnum.

 • Stefna stjórnvalda á að stuðla að því að byggt verið fjölbreytt gæða húsnæði og lóðaskortur hamli ekki nauðsynlegri uppbyggingu.
 • Almenningur fær heimild til að setja 3,5 prósentustig af lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð sem nýta má til eigin fasteignakaupa. Einnig vill Miðflokkurinn afnema stimpilgjöld.
 • Frítekjumark atvinnutekna verður hækkað í 500.000 kr. á mánuði og frítekjumark greiðslna úr lífeyrissjóði verður 125.000 kr. á mánuði. Með því hvetur kerfið til sparnaðar og verðmætasköpunar.
Hvað ætlið þið að gera fyrir heilbrigiðiskerfið?

Tryggja ber öllum Íslendingum jafnt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Í því skyni verði horfið frá samþjöppunarstefnu í heilbrigðismálum og þjónustan færð nær almenningi um allt land. Heilbrigðiskerfið þarfnast endurskoðunar til að tryggja sem besta nýtingu fjármagns með það að markmiði að hámarka þjónustu við sjúklinga. Ríkið þarf því að nýta þjónustu þeirra sem eru best til þess fallnir að veita lækningar á viðunandi kjörum, en einnig krafta góðgerðarsamtaka og sjálfstæðra félaga, sem skipta sköpum við að aðstoða sjúklinga og bæta lýðheilsu.

Með því að eyða biðlistum, fjölga hjúkrunar- og þjónusturýmum og efla heimaþjónustu má draga úr óþarfa kostnaði í heilbrigðiskerfinu og bæta líf sjúklinga og eldri borgara á Íslandi. Það er mikilvægt að þjónusta við sjúklinga verið byggð upp um allt land, núverandi heilbrigðisstofnanir verði betur nýttar og nýjar byggðar upp. Meðal annars verði hafinn undirbúningur að nútímalegu sjúkrahúsi á nýjum stað á höfuðborgarsvæðinu.

Hver er stefna ykkar í baráttu við Covid-19?

Lausnin er að ráðast af alvöru að vandanum í rekstri heilbrigðiskerfisins á Íslandi.

Það er því ljóst að það er hægt að ráðast að vandanum – með útsjónarsemi, góðum skilningi á rekstri og vilja stjórnvalda til að notast við nýjar lausnir og leiðir til að tryggja heilbrigðisþjónustu sem veitir meira svigrúm til að mæta alvarlegum veikindum.

Nú þegar þjóðin er nær fullbólusett þarf að hætta að setja fullfrískt fólk í sóttkví og lama þannig atvinnulífið og setja menntun barna í uppnám. Það þarf að hætta að skerða venjulegt líf til að koma í veg fyrir öll smit þegar smitin leiða í lang flestum tilvikum ekki lengur til veikinda. Það þarf að tryggja það strax að heilbrigðiskerfið ráði við nokkur tilfelli alvarlegra veikinda af völdum Covid-19 eða slyss á þjóðveginum eða hvers annars sem kallar á umönnun á gjörgæslu með öllum færum leiðum. Það er ekki ásættanlegt að íslensk þjóð lifi áfram í fjötrum.

Hvernig ætlið þið að tryggja að sálfræðiþjónusta sé niðurgreidd?

Miðflokkurinn æltar að semja við Sjúkratryggingar um niðurgreiðslur á sálfræðiþjónustu.

Hver er ykkar stefna í umhverfismálum?

Miðflokkurinn ætlar að nýta umhverfisvæna innlenda orku til þess að auka framleiðslu á Íslandi. Framleiða þannig umhverfisvænar afurðir, auka útflutningstekjur og hagvöxt og bæta kjör landsmanna.

Hver eru ykkar áherslumál sem við koma mannréttinum og jafnrétti?

Miðflokkurinn ætlar að stuðla að jafnrétti. Allir landsmenn eiga rétt á sömu þjónustu óháð búseti eða aldri. Það mun eiga við hvort sem um er að ræða heilbrigðisþjónustu, menntun, öryggi, aðgang að orku og fjarskiptum, samskipti við ríkisvaldið eða aðra þætti.

 • Þar sem skortur á innviðum eða aðrar aðstæður valda því að íbúar njóta ekki jafnræðis á við aðra skal það bætt.
 • Fjárhagsaðstoð sem tryggir jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og námi
 • Jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar um land allt verður tryggð
Hvernig er afstaða ykkar til lækkunar kosningaaldurs?

Miðflokkurinn telur óskynsamlegt eins og er að skilja á milli sjálfræðisaldurs og kosningaréttar. Ef farið verður í breytingar á kosningaaldri, þá þarf að skoða það með heildstæðari hætti en gert var með frumvarpi sem dagaði uppi árið 2018.

Hver er stefna ykkar í utanríkismálum?

Fullveldi Íslands hefur skilað samfélaginu gífurlegum árangri. Á síðustu árum hefur það reynst ómetanlegt við að leysa gríðarstór mál á borð við Icesave og uppgjör bankanna sem gjörbreytti efnahagsstöðu landsins. Í bóluefnamálum hefði beiting fullveldis skipt sköpum. Miðflokkurinn stendur vörð um fullveldið og gegn aukinni ásælni ESB til áhrifa m.a. í orkumálum.