• Lýðræðisleikir

    Leysið lýðræðisverkefni í skólastofunni.

  • Heimsókn frá flokkunum

    Fáið fulltrúa flokkanna í heimsókn til að kynna stefnu flokksins.

  • Skuggakosningar

    Haldið skuggakosningar og kannið afstöðu nemendanna.

Lýðræðisvika framhaldsskólanna

Lýðræðisvikan fer fram í framhaldsskólum landsins vikuna 9.-12. apríl. Þá eru kennarar hvattir til að leggja fyrir lýðræðistengd verkefni og stuðla að stjórnmálaumræðu í kennslustundum. Lýðræðisvikan endar á skuggakosningum, en áður en nemendur ganga til atkvæðagreiðslu er mikilvægt að þeir taki upplýsta ákvörðun. Í flipum undir þátttökuskólunum geta nemendur kynnt sér stefnumál flokkanna og hvað þeir hyggjast gera í málefnum ungs fólks. Nemendur eru hvattir til að bjóða flokkunum í heimsókn og skipuleggja t.d. málfund eða pallborðsumræður.

Gert er ráð fyrir að hver þátttökuskóli skipuleggi og útfæri sína lýðræðisviku eftir aðstæðum, getu og nemendafjölda. Hér að neðan eru dæmi/leiðbeiningar um það sem hægt er að gera.

Lýðræðisleikir

Lýðræði þarf alls ekki að vera leiðinlegt.  Það einskorðast heldur ekki við flokkapólitík, ríkisstjórnir og atkvæðaseðla.  Lýðræðið á vel heima í kennslustofunni, í félagslífinu og á heimilinu.

Hér að neðan er að finna leiki og æfingar sem hægt er að nota í kennslustundum.

Gagnabanki

Í framtíðinni er vonast eftir því að þessi vefsíða virki sem gagnabanki fyrir lýðræðisfræðslu. Hafi skólar þegar kennsluefni sem hefur reynst vel eða einhverjar hugmyndir að lýðræðisverkefnum eru þeir hvattir til að framkvæma og deila með öðrum. Til þess getið þið sent verkefnin á egkys@neminn.is og verkefnið verður birt hér að neðan. Tekið verður fram frá hvaða skóla framlagið kemur.

Að koma fram

Æfing í því að koma fram og taka uppbyggilegri gagnrýni á það sem betur mætti fara.

Lestu meira

Að hlusta á aðra

Æfing þar sem nemendur sýna virka hlustun.

Lestu meira

Málamiðlun og samkomulag

Þátttakendur taka ákvörðun með því að miðla málum.

Lestu meira

Spurningabingó

Bingó er skemmtileg leið til að ræða leiðir til áhrifa.

Lestu meira

Að færa rök fyrir máli sínu

Leikur þar sem þátttakendur þurfa að finna rök með og á móti, óháð eigin skoðunum

Lestu meira

Ég get haft áhrif

Þátttakendur fá hugmyndir um það sem þeir geta gert til að hafa áhrif á samfélagið, ásamt því að deila því sem þeir eiga sameiginlegt.

Lestu meira

Að hugsa sjálfstætt

Þessi æfing er góð til þess að vekja ungt fólk til umhugsunar um eigin tilveru, út frá þeim margvíslegu áhrifum sem þau geta haft á umhverfi sitt.

Lestu meira

Heimsóknir frá fulltrúum flokkanna

Við erum svo heppin að Ísland er lítið land með stuttar boðleiðir. Ólíkt öðrum löndum þá er auðvelt að komast í beint samband við stjórnvöld og ræða beint við fólkið sem stýrir landi og sveitarfélögum.

Nemendafélög framhaldsskólanna eru hvött til að bjóða frambjóðendum í heimsókn í skólann, þar sem nemendur geta rætt við þá, spurt spurninga og komið sínum hugmyndum á framfæri.

Hér má finna þrjár mismunandi tillögur að framkvæmd heimsóknar fulltrúa flokkanna.

Pólitík í hléinu

Fulltrúar flokkanna fá hver sinn bás og spjalla við nemendur.

Lestu meira

Pólitík í pallborði

Fulltrúar flokkanna kynna stefnu flokksins síns á sal skólans.

Lestu meira

Pólitík í skólann

Nemendur flakka á milli skólastofa og hlýða á kynningar flokkanna.

Lestu meira

Skuggakosningar

Lýðræðisvikunni lýkur með skuggakosningu, þar sem nemendur skólans kjósa á milli þeirra flokka sem hyggjast bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum 2018, í því sveitarfélagi sem skólinn er staðsettur. Jafnframt kjósa nemendur um hvort lækka eigi kosningaaldur í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum eða ekki.  

Skuggakosningar verða haldnar í framhaldsskólum þann 12. apríl en niðurstöður þeirra verða ekki gerðar opinberar fyrr en öllum kjörstöðum sveitastjórnakosninga hefur verið lokað þann 26. maí.