//
Helstu upplýsingar

xB2017
Listabókstafur: B
Staða: Í minnihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Þessa dagana fara fram málefnafundir á vegum framboðsins. Þar er unnið út frá menntamálum, íþrótta – og æskulýðsmálum, skipulags – og umhverfismálum, velferðarmálum, atvinnumálum, ferðaþjónustu og menningar – og safnamálum.
Allir þessir málefnafundir eru opnir og allir bæjarbúar, á öllum aldri, eru hvattir til að mæta og saman gerum við Akranes að enn betra og fjölskylduvænna samfélagi.
Slagorðið okkar er: X við B fyrir Betra Akranes.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Mikilvægt er að talað sé við ungt fólk þegar málefni sem tengjast þeim eru til umræðu í nefndum bæjarins. Unga fólkið hefur mikið til málanna að leggja og því á að leita til þeirra í ákvarðanatöku tengdum þeim. Það á ekki að tala um unga fólkið í ákvarðanatöku tengdum þeim, heldur á að tala við þau.

Allir þeir málaflokkar sem fjallað er um hér að ofan skipta unga máli. Einnig þarf að horfa til þeirra hugmynda sem ungir komu með á bæjarstjórnarfundi unga fólksins. Þar var lögð áhersla á atriði eins og búsetuúrræði unga fólksins. Því er mikilvægt að skipulagsmálin séu í góðum farvegi svo hægt sé að verða við þeirri eftirspurn, hvort sem um er að ræða uppbyggingu leiguheimila eða annarra búsetuforma. Á sama fundi var lögð áhersla á uppbyggingu íþróttamannvirkja og fjölbreyttni í aðstöðu til að sporna gegn hreyfingarleysi ungmenna. Í því samhengi þarf að byggja upp íþróttaaðstöðu hér á Akranesi, bæði hvað varðar æfingaaðstöðu félaganna en einnig ræktaraðstöðu. Auk þessa var lögð áhersla á strætóferðir á kvöldin og um helgar, aukið samstarf milli skóla bæjarins og aukna þjónustu á vegum FVA. Þetta eru allt atriði sem við hjá Framsókn og frjálsum erum tilbúin til að ræða við unga fólkið.

Önnur framboð - Akranes