//
Helstu upplýsingar

G-Profile_G-au0301-appel
Listabókstafur: G
Staða: Bauð ekki fram síðast

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Garðabæjarlistinn verður til fyrir tilstuðlan fólks úr ólíkum áttum sem vill leggja sitt á vogaskálarnar til að gera betur í málefnum Garðabæjar. Framboðið er til þess fallið að virkja lýðræðið og bjóða fram öflugt, frjálst og framsækið afl sem alvöru valkost. Við köllum eftir auknu gegnsæi í allri stjórnsýslu því það eru hagur allra bæjarbúa. Við viljum halda ungu fólki í bænum og ná þeim aftur heim sem ekki hafa fundið sér húsnæðisvalkost. Margbreytilegt mannlíf sem felur í sér fjölbreytta íbúabyggð. Velferð og menntun allra barna og ungmenna í fyrsta sæti. Fatlaðra jafnt sem ófatlaðra. Við viljum að Garðabær skapi sér sérstöðu og verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga í menntun og velferð barna og ungmenna. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á mennskuna þannig að Garðabær verði besti valkosturinn fyrir allskonar fjölskyldur þegar kemur að vali um búsetu. Við viljum meira mannlíf í bæinn okkar og til þess þarf að skapa rétt umhverfi – grænt og vænt.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Garðabæjarlistinn vill að Garðabær verði raunverulegur búsetuvalkostur fyrir ungt fólk. Við viljum styrkja og virkja betur ungmennaráðið og fá ungt fólk meira að borðinu um málefni ungs fólks.  Garðabæjarlistinn vill virkja lýðræðið með því að efla vald íbúana til ákvörðunartöku og færa stjórnsýsluna inn í 21. öldina. Skoðun og þátttaka ungs fólks skiptir okkur miklu máli. Við viljum styðja við fjölbreytta tómstunda- og íþróttaiðkun. Garðabæjarlistinn vill koma upp aðstöðu fyrir ungt fólk til nýsköpunar og frekari atvinnutækifæra. Garðabæjarlistinn styður alla vinnu sem ýtir undir þéttingu byggðar og bættar samgönguleiðir framtíðar. Við viljum virkar forvarnir og almenna eflingu lýðheilsu.

Önnur framboð - Garðabær