Miðflokkurinn mun skilgreina lögbundið hlutverk Garðabæjar og forgangsraða verkefnum í samvinnu við íbúa. Ráðist verður í hagræðingu án þjónustuskerðingar með það að markmiði að minnka báknið og skila ráðdeildinni til íbúa í formi lægri álagna. Með lægri álögum er átt við útsvar, fasteignaskatta og önnur þjónustugjöld. Miðflokkurinn mun tryggja að lóðaframboð verði til staðar í bænum í samræmi við eftirspurn og mun beita sér fyrir framboði hagkvæmra búsetukosta í bænum.
Við munum kappkosta og beita okkur fyrir fjölbreyttari valkostum í húsnæðismálum ekki síst fyrir unga fólkið.