//

Á hvaða málefni leggið þið mesta áherslu á fyrir alþingiskosningarnar 2021?

 In

Píratar samþykktu kosningastefnuskrá í 24 köflum fyrir komandi kosningar. Þar er snert á öllu frá atvinnumálum til útlendingamála, menntamálum til nýsköpunar, geðheilbrigði til byggðamála o.s.frv.

Lýðræði – í víðum skilningi – er sem rauður þráður í gegnum alla stefnuna. Flokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á eflingu lýðræðis á Íslandi og að koma hreint til dyranna. Fyrir vikið er yfirskrift kosningastefnu Pírata í anda flokksins: Lýðræði – ekkert kjaftæði.

Lýðræði er samt ekki bara kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur, heldur líka nálgun á stjórnmál. Að leggja áherslu á fólk, hugmyndir þess og velferð, þannig að öll hafi tíma og tækifæri til að taka þátt í samfélaginu. Píratar setja stefnuna á sjálfbært velsældarsamfélag sem hvílir á nýrri stjórnarskrá, hagkerfi framtíðarinnar, sanngjörnum leikreglum og virðingu við náttúru og fólk. Samfélag þar sem fólk hefur raunverulega getu til að taka þátt í lýðræðinu og rödd þess skiptir einhverju máli.

Velsældarsamfélagið hvílir á fimm stoðum, sem segja má að séu helstu áherslur Pírata í þessum kosningum:

  • Efnahagskerfi 21. aldarinnar
  • Umhverfis- og loftslagshugsun
  • Nýja stjórnarskráin, auðvitað
  • Virkar varnir gegn spillingu
  • Róttækar breytingar í sjávarútvegi

Innan velsældarsamfélagsins erum við síðan með:

  • Nýtt og framsækið menntakerfi sem byggir á námsstyrkjum.
  • Nýsköpunarstefnu í 20 liðum sem getur tekist á við loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórðu iðnbyltinguna.
  • Uppstokkun og uppbyggingu á húsnæðismarkaði og sterkari stöðu leigjenda
  • Nýjan tónn í útlendingamálum og Útlendingastofnun lögð niður
  • Gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og þvingunarlausa og valdeflandi geðheilbrigðisþjónustu.
  • Hætt að refsa vímuefnanotendum og skaðaminnkandi aðferðir í stað bannstefnu.
  • Og margt, margt

Hér má sjá kynningu á kosningastefnu Pírata og hér má nálgast hana í heild sinni.