Framhaldsskólanemendur kjósa í skuggakosningum um allt land!

Skuggakosningar (e. Shadow elections) eru kosningar þar sem nemendur framhaldsskólanna fá að segja sína skoðun.  Skuggakosningarnar haustið 2017 munu fanga vilja framhaldsskólanemenda um allt land.  Kosningarnar fara fram 12. október, en niðurstöður verða gerðar opinberar eftir að kjörstöðum lokar á kjördag alþingiskosninga, 28. október.  Það verður spennandi að bera saman niðustöðu úr kosningum unga fólksins og lýðræðislega niðurstöðu þjóðarinnar!

Kynslóðin sem kýs ekki

Ungt fólk skilar sér síður á kjörstað og sú staðreynd ógnar bæði samfélagsstöðu þeirra og lýðræðinu. Í sveitarsjórnarkosningunum árið 2014 var kjörsókn eftir aldri skrásett í fyrsta sinn. Slökust var þátttaka ungs fólks á aldrinum 20-24 ára, var hún aðeins 45,4%. Það er ljóst að grípa þarf í taumana, svo ekki verði alvarlegur lýðræðishalli á milli kynslóða

Meginmarkmiðið #ÉGKÝS herferðarinnar er að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðin í kjörklefanum í von um að kosningaþátttaka aukist. Með það að markmiði hafa skuggakosningar verið haldnar í nágrannaríkjum okkar um árabil með góðum árangri.

Hvar fara skuggakosningar fram?

Skuggakosningar (e. Shadow elections) eða skólakosningar eru settar upp eins og almennar kosningar. Megintilgangur þeirra er að þjálfa þau sem ekki hafa náð kosningaaldri í að kjósa og undirbúa þau sem hafa aldur til að kjósa í fyrsta sinn. Jafnframt fær ungt fólk reynslu í að skipuleggja og framkvæma kosningar undir handleiðslu kennara.
Skuggakosningar verða haldnar í framhaldsskólum þann 12. október en niðurstöður þeirra verða ekki gerðar opinberar fyrr en öllum kjörstöðum til alþingis hefur verið lokað þann 28. október.

Framkvæmd skuggakosninganna

Til að efla lýðræðisvitund ungs fólks og hvetja það til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun í komandi alþingiskosningum eru allir framhaldsskólar hvattir til þess að taka þátt. Sú þátttaka felst í að halda lýðræðisviku 9.-12. október sem endar á skuggakosningum.
Mælst er til þess að nemendur (málfundar-, nemendafélög eða önnur félög innan skólans) skipuleggi og framkvæmi skuggakosningarnar með aðstoð kennara. Hér fyrir neðan er að finna handbók um framkvæmd skuggakosninga, kosningalög og kjörbók. Jafnframt eru allir hvattir til þess að kynna sér Stjórnarskrá Íslands.

Kjörsókn eftir aldri 2016

  • hlutfall (%)
20
skólar hafa boðað þátttöku sína!

Hvernig kýs ég?

Upplýsingasíðan Áttavitinn hefur tekið saman leiðbeiningar um það hvernig maður kýs. Þær eiga jafn vel við í alvöru og í Skuggakosningunum!

Lesa leiðbeiningar á Áttavitanum

Handbókin

Handbók um framkvæmd skuggakosninga.

Hlaða niður handbók

Kosningalög

Kosningin fer fram samkvæmt lögum SÍF og LÆF um framkvæmd skuggakosninga.

Hlaða niður lögum um skuggakosningar.

Kjörbók

Hér getur þú hlaðið niður kjörbókinni sem kjörstjórn á að fylla út.

Hlaða niður kjörbók

Stjórnarskráin

Núgildandi stjórnarskrá lýðveldisins.

Lesa stjórnarskrá Íslands á vef Alþingis