//

Hver er stefna ykkar í baráttu við Covid-19?

 In

Lausnin er að ráðast af alvöru að vandanum í rekstri heilbrigðiskerfisins á Íslandi.

Það er því ljóst að það er hægt að ráðast að vandanum – með útsjónarsemi, góðum skilningi á rekstri og vilja stjórnvalda til að notast við nýjar lausnir og leiðir til að tryggja heilbrigðisþjónustu sem veitir meira svigrúm til að mæta alvarlegum veikindum.

Nú þegar þjóðin er nær fullbólusett þarf að hætta að setja fullfrískt fólk í sóttkví og lama þannig atvinnulífið og setja menntun barna í uppnám. Það þarf að hætta að skerða venjulegt líf til að koma í veg fyrir öll smit þegar smitin leiða í lang flestum tilvikum ekki lengur til veikinda. Það þarf að tryggja það strax að heilbrigðiskerfið ráði við nokkur tilfelli alvarlegra veikinda af völdum Covid-19 eða slyss á þjóðveginum eða hvers annars sem kallar á umönnun á gjörgæslu með öllum færum leiðum. Það er ekki ásættanlegt að íslensk þjóð lifi áfram í fjötrum.