Skipulagsmál og byggingamál, umhverfis og samgöngumál og skólamál í Hafnarfirði þarf að endurskoða. Tryggja þarf eldri borgurum betri þjónustu. Matur í grunnskólum á að vera ókeypis fyrir nemendur.
Frístundastyrkir hækki og afreksíþróttafólk geti sótt um sérstaka afreksstyrki.
Við æltum að bjóða uppá ódýrari íbúðir,og fjölga leikskólaplássum. Við viljum hækka frístundastyrki og að framhaldsskólanemar eldri en 18 ára eigi rétt á þeim. Einnig að afsláttur af fasteignagjöldum fyrir námsmenn verði í boði.
Styrktarsjóður verði stofnaður fyrir ungt afreksíþróttafólk í Hafnarfirði.