//
Helstu upplýsingar

samfylkingin-merki
Listabókstafur: S
Staða: Í minnihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 er í vinnslu og munum við uppfæra upplýsingar þegar þeirri vinnu er lokið.

Samfylkingin er flokkur jafnaðarmanna og okkar megin hugsjón er að allir hafi jöfn tækifæri í lífinu. Það þýðir að við viljum að allir eigi þess kost að lifa mannsæmandi lífi óháð efnahag. Við viljum eitt samfélag fyrir alla, samfélag sem byggir á jöfnuði, jafnrétti, kvenfrelsi, umhverfis- og náttúruvernd, heilbrigðri samkeppni og mannréttindum. Þess vegna viljum við að sem mest af grunnþjónustu sé aðgengileg án gjaldtöku, t.d. heilbrigðisþjónusta og menntun.

Samfylkingin …

  • er fjölskylduflokkur sem vill auka stuðning við barnafjölskyldur. Dregið verði úr gjaldtöku og stefnt að því að gera leik- og grunnskóla gjaldfrjálsa með öllu. Mikilvægt er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að lækka inntökualdur á leikskóla og fjölga ungbarnaleikskólum.
  • er velferðarflokkur sem leggur áherslu á að allir geti búið í öryggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum og lítum á það sem eitt mikilvægasta velferðarmálið.
  • er framsýnn flokkur sem telur mikilvægt að fjárfesta í framtíðinni. Þess vegna höfum við kallað eftir stórsókn í skólamálum og skapandi greinum fyrir samfélag framtíðar.
  • er mannlegur flokkur sem leggur áherslu á mannleg gildi, mannúð og átak gegn ofbeldi, einelti og áreitni. Við eigum öll rétt á því að komið sé fram við okkur af virðingu við allar aðstæður.
  • er lýðræðisflokkur sem leggur áherslu á bætt siðferði í stjórnmálum, nýja stjórnarskrá og aukið aðgengi fólks að ákvarðanatöku, m.a. með lækkun kosningaaldurs.
  • er umhverfisvænn flokkur sem leggur áherslu á öflugt atvinnulíf og nýsköpun í sátt við náttúruna. Mikilvægt er að fylgja eftir áætlunum um samdrátt í losun gróðurhúsaloftteegunda, draga úr notkun jarðefnaeldsneyti. Liður í því að setja umhverfismál í öndvegi eru bættar almenningssamgöngur enda mikilvægt að mæta fólksfjölgun komandi áratuga með öðrum valkostum en einungis einkabílum.
Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 er í vinnslu og munum við uppfæra upplýsingar þegar þeirri vinnu er lokið. Eftirfarandi eru punktar út frá grunnstefnu flokksins.

Samfylkingin leggur áherslu á virka þátttöku allra í samfélaginu. Hugmyndin um samfélag fyrir alla byggir á því að öllum finnist þeir tilheyra og vera metnir af samfélaginu.

Þess vegna leggur Samfylkingin áherslu á eftirfarandi fyrir ungt fólk:

  • Stefnt verði að því að efla lýðræðisvitund barna og ungmenna með samstarfi stjórnvalda, menntastofnanna og félagasamtaka. Skuggakosningar eru liður í slíku átaki.
  • Skoðaðar verði hugmyndir um lækkun kosningaaldurs í 16 ár.
  • Jafnrétti til náms óháð búsetu eða persónulegum aðstæðum hvers og eins.
  • Skólagjöld og námskostnaður í leik-, grunn- og framhaldsskólum verði felldur niður.
  • Nemendur fái tækifæri til að þroska hæfileika sína í skapandi greinum, listum, rannsóknum og nýsköpun til að mæta áskorunum í lífi og starfi samfélags 21. aldar.
  • Auka svigrúm og fjölbreytni í skólastarfi svo mæta megi styrkleikum og áhuga hvers og eins.
  • Efla geðheilbrigðisþjónustu og forvarnir. Gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta standi öllum nemendum til boða.
  • Auka aðgengi að náms- og starfsráðgjöf.
  • Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem fléttist saman við skóladag nemenda.
  • Endurskoðun á námslánakerfi og m.a. horft til styrkjakerfis sem þekkist víða á Norðurlöndunum.
  • Gjaldfrjálsa opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla.
  • Stórsókn gegn hvers kyns ofbeldi.

Önnur framboð - Hafnarfjörður