Sjálfstæðisstefnan byggir á frumkvæði einstaklinga en ekki síður á samtakamætti samfélagsins. Það er í þeim anda og í góðu samstarfi við íbúa sem við viljum bæta búsetuskilyrði í sveitarfélaginu. Umhverfið okkar er einstakt og í því felast mikil tækifæri til að auka fjölbreytni í atvinnumöguleikum. Eitt brýnasta verkefnið framundan er bygging nýs hjúkrunarheimilis auk áframhaldandi endurbóta á eigum sveitarfélagsins.
Stefnuskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 er í vinnslu.
Skapa aðstæður svo ungt fólk telji sig geta lifað góðu lífi í sveitarfélaginu. Góðir möguleikar til menntunnar ásamt atvinnutækifærum að loknu námi eiga að vera eitt að markmiðum allra sem koma að stjórnun sveitarfélagsins. Slíkt næst með öflugri grunnþjónustu sem tekur á öllum þáttum lífsins bæði andlega og félagslega. Styðja við öflugt félagslíf ungs fólks eins og kostur er. Nægt framboð á húsnæði sem svarar eftirspurn og þörfum ungs fólks. Við viljum að ungt fólk taki þátt í stjórnun sveitarfélagsins komi sýnum skoðunum á framfæri og hafi þannig áhrif á framtíðina.