//

Hvað eru sveitarstjórnarkosningar?

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 26. maí. Sveitarstjórn fer með stjórn sveitarfélags á sama hátt og ríkisstjórn fer með stjórn landsins. Þetta þýðir að í landinu eru tvö stjórnsýslustig: sveitarstjórnarstig sem stjórnar nærsamfélaginu og ríkisstjórnarstig, sem fer með landsstjórnina.

Sveitarfélög af öllum stærðum og gerðum

Sveitarfélögin eru nú 74 og eru eins ólík og mismunandi og þau eru mörg. Í þeim fámennustu búa um og innan við 50 íbúar. Það fjölmennasta er Reykjavík með um 120 þúsund íbúa. 

Sveitarfélögum er stjórnað af sveitarstjórnum, sem er samheiti yfir borgarstjórn, bæjarstjórnir og hreppsnefndir, sem kosnar eru í lýðræðislegum kosningum á fjögurra ára fresti. Næst kjósum við okkur nýjar sveitarstjórnir þann 26. maí.

Sjáðu sveitarfélögin á korti og framboðin á hverjum stað.

Af hverju á ég að kjósa?

Sveitarstjórnarkosningar eru tækifæri þitt til að hafa áhrif á nærumhverfi þitt. Þátttaka í kosningunum er því mikilvæg fyrir þig.

Hver eru verkefni sveitarfélaga?

Sveitarfélög sinna mörgum mikilvægum verkefnum sem tengjast öll nærsamfélaginu, þ.e. þeim samfélagsmálum sem standa okkur næst.

Lesa meira um verkefni sveitarfélaganna á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Þú getur líka skoðað myndrænar upplýsingar um verkefni Reykjavíkurborgar.

Má ég kjósa?

Má ég kjósa í sveitarstjórnarkosningum?

Íslenskur ríkisborgari

  • Ef þú ert 18 ára eða eldri
  • Ert með lögheimili í sveitarfélaginu fyrir 5. maí 2018

Þú þarft ekki að skrá þig sérstaklega til að kjósa nema þú sért í námi á Norðurlöndum og með lögheimili þar.

Erlendur ríkisborgari

  • Ef þú ert 18 ára eða eldri
  • Ef þú hefur skandinavískt ríkisfang (danskt, sænskt, norskt eða finnskt) og hefur verið með lögheimili á Íslandi samfellt í 3 ár.
  • Ef þú hefur annað ríkisfang og hefur verið með lögheimili á Íslandi samfellt í 5 ár.
  • Ert með lögheimili í sveitarfélaginu fyrir 5. maí 2018

Þú þarft ekki að skrá þig sérstaklega til að kjósa.

Hvar kýs ég?

Þú smellir hér og slærð inn kennitölu. Þá birtast upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Hvernig kýs ég?

Kjörstaðir verða opnir frá 09:00 – 22:00 á kjördag, 26. maí.

Þegar þú ert komin/kominn á kjörstað sýnir þú vegabréf eða skírteini með mynd og kennitölu. Starfsmaðurinn merkir þá við nafn þitt, réttir þér kjörseðil og vísar þér á lausan kjörklefa.

Í kjörklefanum er blýantur sem þú notar og merkir x í kassann fyrir framan listabókstaf þess flokks sem þú vilt kjósa. Þegar þú hefur kosið skilar þú kjörseðlinum í kjörkassann.

Hverjir eru í framboði?

Þú smellir hér fyrir upplýsingar yfir alla framboðslista eftir sveitarfélögum.