Af hverju á ég að kjósa?

Borgarstjórnarkosningar eru tækifæri þitt til að hafa áhrif á hverfi þitt og borgina. Þátttaka í kosningunum er því mikilvæg fyrir þig.

Hvað gerir borgin?

Reykjavíkurborg sinnir málaflokkum eins og grunnskólum, leikskólum, bókasöfnum, félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk. Reykjavíkurborg sér líka um sundlaugar, rekstur strætó, sorphirðu, snjómokstur og götulýsingu.

Það er því mikið hagsmunamál fyrir alla íbúa Reykjavíkur að nýta kosningarétt sinn og kjósa þá fulltrúa sem þeir treysta til að taka ákvarðanir um þessi mikilvægu mál.

Skólar og frístundir (43%)

Stærsta verkefni Reykjavíkurborgar eru grunnskólar og leikskólar. Auk þess rekur borgin frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. 

 

Velferð og fjölskylda (24%)

Velferðarþjónusta er í boði fyrir íbúa Reykjavíkurborgar. Þjónustan fer mest fram á þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar.

Á þjónustumiðstöðvum færðu upplýsingar um: 

 • réttindi þín
 • ráðgjöf
 • stuðning

Þjónustan er til dæmis:

 • fjárhagsaðstoð
 • húsnæðisstuðningur
 • heimaþjónusta
 • heimahjúkrun

Barnavernd Reykjavíkur er einnig hluti af velferðarþjónustu borgarinnar.

 

Umhverfi og skipulag (8%)

Í þessum flokki er unnið með skipulag á landi Reykjavíkur. Þar er unnið að viðhaldi og rekstri á eignum borgarinnar.  

Verkefni flokksins eru til dæmis:

 • grassláttur
 • snjómokstur
 • hreinsunarstarf
 • söfnun á rusli
 • skipulagning á samgöngum
 • gatnakerfi
 • fráveita
 • starf heilbrigðiseftirlits

 

Íþróttir og tómstundir (8%)

ÍTR veitir þjónustu sem íbúar Reykjavíkur geta nýtt í frítíma sínum.

Dæmi um slíka þjónustu:

 • íþróttavellir
 • sundlaugar
 • hjólabrettagarðar
 • skíðasvæðin
 • Fjölskyldu og húsdýragarðurinn
 • Hitt húsið

Miðlæg stjórnsýsla (4%)

Miðlæg stjórnsýsla Reykjavíkurborgar er:

 • Fjármálaskrifstofa
 • Innri endurskoðun
 • Mannréttindaskrifstofa
 • Skrifstofa borgarlögmanns
 • Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara
 • Skrifstofa borgarstjórnar
 • Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar
 • Skrifstofa þjónustu og reksturs
 • Umboðsmaður borgarbúa

 

Menning og ferðamál (4%)

Helstu verkefni á sviði menningar og ferðamála eru viðburðir eins og Menningarnótt, 17. júní og margt fleira. Borgin styrkir fjölda aðila á sviði menningar og lista. Borgin  rekur Borgarbókasafnið.  Á þessu sviði fer einnig fram stefnumótun í ferðamálum.

 

Eldvarnir og samgöngumál (2%)

Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins er rekið í samstarfi 7 sveitarfélaga.

Strætó bs. er einnig rekinn í samstarfi við önnur sveitarfélög.

 

Sameiginleg útgjöld (7%)

Ýmis kostnaður Reykjavíkurborgar.

Til dæmis:

 • ófyrirséður kostnaður
 • fasteignamatsskrá
 • styrkir borgarráðs

Smelltu á myndina til að sjá stærri útgáfu