//

Hver er ykkar stefna í umhverfismálum?

 In

Við Píratar erum mjög stolt af stefnunni okkar í umhverfis- og loftslagsmálum. Svo stolt raunar að loftslagsmálin eru eitt aðaláherslumálið okkar í þessum kosningum.

Píratar líta ekki á loftslagsmálin sem einhvern einn málaflokk heldur eru þau samofin fullt af öðrum stefnum.  Nýsköpun, samgöngur, byggða- eða efnahagsmál – alls staðar eru grænar aðgerðir í fyrirrúmi.

Píratar ætla að ráðast að rót vandans. Það gerum við með því að innleiða nýja nálgun í efnahagsmálum og breyta hvötunum í hagkerfinu þannig að rányrkja á auðlindum og gróðasjónarmið trompi ekki lengur hagsmuni náttúrunnar og komandi kynslóða. Við ætlum að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og fylgja því eftir með metnaðarfullum, réttlátum og framsæknum aðgerðum sem færa ábyrgðina þar sem hún á raunverulega heima – á stjórnvöld og stórfyrirtæki, ekki almenning.

Vandinn er vissulega stór en tækifærin eru það líka. Loftslagsvænar lausnir munu vera í algjöru aðalhlutverki í atvinnu- og verðmætasköpun um allan heim næstu áratugina. Við Píratar viljum því bæði verið ábyrg í loftslagsmálum um leið og við grípum þessi tækifæri.

Hin eiginlega loftslagsstefna Pírata er í átta köflum. Hún er róttæk, ítarleg, metnaðarfull og má nálgast hér í heild sinni, en hér er hún í mjög einfaldaðri mynd.

  1. Skýr stefna í átt að kolefnishlutleysi
    Setjum metnaðarfull markmið og stöndum við þau
  2. Valdeflum almenning
    Auðveldum fólki að taka þátt í breytingunum
  3. Græn umbreyting í allra hag
    Gerum kröfur á stjórnvöld og fyrirtæki sem bera mesta ábyrgð
  4. Stjórnsýsla og stjórnvöld
    Styrkjum stjórnsýslu loftslagsmála
  5. Græn umbreyting atvinnulífs
    Styrkjum græna sprota og búum til græna hvata
  6. Náttúruvernd
    Verndum óspillta náttúru og setjum vernd miðhálendis í lýðræðislegt ferli
  7. Hringrásarsamfélag
    Skýr stefna á hringrásarsamfélag
  8. Aðgerðir á alþjóðasviðinu
    Ísland beiti sér fyrir loftslagsmálum á alþjóðavettvangi