//

Hvernig ætlið þið að tryggja að ungt fólk búi við húsnæðisöryggi?

 In

Framsókn vill að skipulags- og húsnæðismál séu í sama ráðuneyti til að auka skilvirkni þegar kemur að skipulagsmálum sveitarfélaga. Með því má stytta tímann sem þau taka, gera sveitarfélögum kleift að bregðast fyrr við lóðaskorti og tryggja nægilegt framboð af lóðum til húsbygginga á hverjum tíma. Framsókn vill útfæra hlutdeildarlán fyrir fleiri hópa en fyrstu kaupendur. Þá er sérstaklega horft til eldra fólks og félagslega veikra hópa í samfélaginu. Framsókn leggur áherslu á að samræma umsóknargátt almennra og sérstakra húsnæðisbóta. Farið verði í heildarendurskoðun á húsnæðismálunum með það að leiðarljósi og finna leiðir til að hjálpa þeim verst stöddu.