//

Hvernig ætlið þið að tryggja að ungt fólk búi við húsnæðisöryggi?

 In

Miðflokkurinn ætlar að veita öllum íslenskum ríkisborgurum tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Allir sem á þurfa að halda eigi rétt á mótframlagi ríkisins sem svo verður greitt til baka við sölu fasteignar eða breytt í lán að 10 árum liðnum.

  • Stefna stjórnvalda á að stuðla að því að byggt verið fjölbreytt gæða húsnæði og lóðaskortur hamli ekki nauðsynlegri uppbyggingu.
  • Almenningur fær heimild til að setja 3,5 prósentustig af lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð sem nýta má til eigin fasteignakaupa. Einnig vill Miðflokkurinn afnema stimpilgjöld.
  • Frítekjumark atvinnutekna verður hækkað í 500.000 kr. á mánuði og frítekjumark greiðslna úr lífeyrissjóði verður 125.000 kr. á mánuði. Með því hvetur kerfið til sparnaðar og verðmætasköpunar.