//

Hvernig hyggist þið tryggja næg atvinnutækifæri til framtíðar?

 In

Skapa þarf undirstöðu atvinnugreinum landsins stöðugt rekstrarumhverfi þannig að greinarnar geti fjárfest og skipulagt sig til lengri framtíðar. Við ætlum að einfalda regluverk atvinnulífsins.

Uppbygging sem byggir á hugviti er forsenda þess að lífgæði og atvinnutækifæri á Íslandi aukist enn frekar. Þess vegna styður Miðflokkurinn skattalega hvata til að auka nýsköpun. Þök á endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar verði afnumin nú þegar og hlutfall endurgreiðslu verði aukið. Nú þegar veitir ríkissjóður umtalsverðu fé til nýsköpunar en beina þarf því fjármagni að hluta til í að fjármagna vaxtasprota. Slíkt verði gert í samstarfi við einkaaðila.

Sérstöku fjármagni verði veitt til grunn- og framhaldsskóla til að auka þekkingu á vísindum, tækni og nýsköpun.