//
Helstu upplýsingar

xb-logo
Listabókstafur: B
Staða: Í meirihluta í sveitarstjórn

Hver eru helstu stefnumál framboðsins?

Framsókn vinnur áfram að bættri, faglegri og gegnsærri stjórnsýslu þar sem ábyrgð og skynsemi eru leiðandi í fjármálastjórnun bæjarins. Við leggjum áherslu á eflingu íbúalýðræðis m.a. með íbúakosningum þegar það á við.

Í nútíma samfélagi er lögð áhersla á að efla vistvæna og lýðheilsueflandi samgöngumáta m.a. með því að stuðla að minni og vistvænni umferð og draga þannig úr útblæstri, svifryki, hávaða og slysahættu. Við viljum leggja aukið fjármagn í framkvæmdir við stígakerfi bæjarins og koma upp stofnleiðum fyrir hjólandi umferð og þéttara stígakerfi fyrir skokkandi og gangandi. Með þessu er hvatt til aukinnar hreyfingar bæjarbúa og spornað við ofþyngd og öðrum lífstílstengdum sjúkdómum.

Við viljum styðja barnafjölskyldur með hærri frístundastyrk og vinna að langtímalausn fyrir börn sem nú eru of ung til að fá inni á leikskólum bæjarins.

Það er vilji Framsóknar að ávallt séu til ákjósanlegar lóðir til atvinnuuppbyggingar í bænum og hér verði fjölbreytt atvinnulíf og leitast verði eftir því að opinber störf verði í auknum mæli flutt til bæjarins.

Grænn og lifandi miðbær eykur aðdráttarafl og styrkir bæinn í sessi. Framsóknarflokkurinn vill færa Ráðhústorgið í hlýlegri búning, styrkja Akureyri sem ráðstefnubæ,efla menningar- og listalíf og stuðla að aukinni ferðaþjónustu allt árið um kring.

Hvað vill framboðið gera í málefnum ungs fólks?

Íþróttir og æskulýðsmál eru grunnurinn að góðu samfélagi og betra lífi. Þess vegna leggur Framsókn mikla áherslu á að auka þátttöku fólks á öllum aldri í íþrótta- og tómstundastarfi. Liður í því er að hækka frístundaávísun til ungmenna verulega frá því sem nú er eða úr 30.000 krónum upp í 50.000 krónur. Framsókn vann að því á síðasta kjörtímabili að stækka hópinn sem fær ávísunina umtalsvert en nú njóta börn og unglingar frá sex ára aldri upp til 17 ára frístundaávísunarinnar frá Akureyrarbæ.
Framsókn mun beita sér fyrir úræðum í húsnæðismálum ungs fólks, meðal annars með því að fjölga íbúðum sem í eigu félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónamiða. Þannig getur ungt fólk tryggt sér leiguhúsnæði til langframa á betri kjörum en standa til boða á almenna leigumarkaðnum.
Heilbrigðismál eru okkur hugleikin og við viljum efla geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga meðal annars með sérhæfðum aðgerðum í skólum bæjarins og öflugu forvarnarstarfi sem stuðlar að velferð barna og betra lífi.
Fjölbreytt atvinnustarfsemi, góðir skólar og víðtækur stuðningur við ungt fólk eru meðal helstu baráttumála Framsóknar.
Við viljum að ungt fólk á Akureyri geti búið í nútímalegu og framsæknu bæjarfélagi með þar sem sem vel er hugsað um íbúanna, umhverfið og samfélagið í heild.
Framsókn hugsar um Akureyri til framtíðar.

Önnur framboð - Akureyri